Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 12. september 2021 10:00
Garðar Örn Hinriksson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Hver ætlar að bjarga okkur í dag ef einhver ræðst á okkur?
Garðar Örn Hinriksson
Garðar Örn Hinriksson
Egill Arnar Sigurþórsson og gæslumenn hans eftir leik Kórdrengja og Fram í Lengjudeildinni í gær. Allt sauð uppúr í lokin.
Egill Arnar Sigurþórsson og gæslumenn hans eftir leik Kórdrengja og Fram í Lengjudeildinni í gær. Allt sauð uppúr í lokin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja með spjöld Egils Arnars eftir leik.
Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja með spjöld Egils Arnars eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Egill biður menn að róa sig.
Egill biður menn að róa sig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þarna... hverja eigum við að setja í gæsluna í dag? sagði Kalli og klóraði sér í hausunum.

- Í gæsluna? Hvað meinar þú? sagði Fúsi og leit undrunaraugum á Kalla sem sat á móti honum.

- Þú veist að það er leikur í kvöld, sagði Kalli sem stóð síðan upp og gekk að glugganum sem snéri að knattspyrnuvellinum.

- Já en ég skil ekki vandamálið. Gæslu fyrir hvað? sagði Fúsi áður en hann fékk sér stóran sopa af Pávereitinu sem hann hélt á.

- Dómarana!

- Dómarana! sagði Fúsi og svelgdist á og frussaði síðan Pávereit-sopanum yfir skrifstofuborðið. – Hversvegna í ósköpunum?

- Æi, einhverjar KSÍ-reglur sem við verðum að fylgja.
Fúsi stendur upp og gerir tilraun með regnjakkanum sínum til að þurrka Pávereitið af borðinu.

- Af hverju þarf þetta KSÍ-batterí að vera alltaf með eitthvað vesen?

- Segðu, sagði Kalli sem opnar hjá sér símann til að athuga hvort að það sé kominn nýr leikur á Google Play.

- Var ekki fjórða flokks æfingin hjá strákunum að enda? Getum við ekki hent einhverjum af þeim í gæsluna? Þeir hafa bara gaman að því. Borgum þeim með pulsu og kók í hálfleik.

- Já, en þetta eru bara 13 og 14 ára strákar.

- Og hvað með það? Hvað er það versta sem getur gerst? sagði Fúsi og rauk út. – Ég skal finna einhverja í þetta. Þetta verður klárt fyrir leik.

Í gær fór fram leikur Kórdrengja gegn Fram. Ég tek það fram að ég var ekki á leiknum en miðað við fréttir hjá fotbolta.net var mikill hasar í lokin og eftir leik þar sem m.a. þjálfari Kórdrengja var ekki sáttur við dómaratríóið. Fékk tríóið að heyra það og voru m.a. spjöldin rifin úr höndum dómara.

Það er nógu slæmt að það skyldi hafa gerst en hvað ef einhver hefði ákveðið að reyna að ráðast á dómaratríóið? Hver á að vernda dómarana? Nú, gæslan auðvitað sem er búið að setja í gul vesti til að auðkenna hana frá hinum. Skoðum aðeins gæsluna sem var á þessum leik. Miðað við myndir voru þetta strákar ekki háir í loftinu og varla komnir með hár á punginn.

Hvað ætla þessir drengir að gera ef einhver ræðst á dómaratríóið? Nákvæmlega ekki neitt! Það er ekkert sem þeir geta gert! Þeir hafa ekkert í fullorðna og sterka einstaklinga að gera. Það getur hver maður séð.

Þegar ég var að dæma var gæslan ansi misjöfn. Best fannst mér hún í Keflavík og á KR-vellinum. Þar voru menn “pró” og þar voru engir tittir sem fylgdu manni hvert fótmál fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Og þeir voru ekki bara einn eða tveir. Þeir voru alltaf nokkrir sem fylgdu okkur og maður hafði aldrei áhyggjur. Í mörgum öðrum leikjum er ekki hægt að segja sömu sögu, hvort sem um efstu deildir var að ræða eða neðri deildir. Oft velti ég fyrir mér, “hver ætlar að bjarga okkur í dag ef einhver ræðst á okkur?” Þetta var og er að gerast trekk í trekk.

Varðandi þetta málefni – gæsla fyrir dómara á knattspyrnuvöllum – eru bæði KSÍ og mörg félög með buxurnar á hælunum. Félögin eru skyldug til að hafa gæslu fyrir dómara en svo virðist sem að þau setji bara einhvern í gula vestið, svona til að sýnast. Þetta eru bara dómarar. Og ekki er KSÍ að fylgja þessu eftir eða að fylgjast með.

Eru menn að bíða eftir því að einhver dómarinn verði laminn í klessu áður en það verður tekið á þessum málin? Það þarf jú oft eitthvað til að einhver slasist eða hreinlega drepist til að einhver vakni og eitthvað verði gert í hlutunum. Setjið almennilega gæslu á dómaranna eigi síður en strax!

Ég vil taka það fram að ég er ekki að taka þjálfara Kórdrengja persónulega fyrir. Ég er með þessum pistli að benda á margra ára vandamál.

Sjá einnig
Davíð Smári fékk rautt - rauk seinna inná völl og tók spjöldin (Myndir)
Athugasemdir
banner
banner
banner