þri 12. október 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Fimm leikmenn sem sáu eftir því að hafa farið frá Liverpool
Brasilíumaðurinn Coutinho.
Brasilíumaðurinn Coutinho.
Mynd: Getty Images
Michael Owen.
Michael Owen.
Mynd: Getty Images
Gini Wijnaldum, miðjumaður Liverpool, sagði frá því í vikunni að hann sé ekki nægilega ánægður hjá franska stórliðinu Paris Saint-Germain.

Grasið er ekki alltaf grænna hinumegin og Mirror tók saman lita yfir fimm leikmenn sem yfirgáfu Liverpool og sáu síðan eftir þeirri ákvörðun.

Philippe Coutinho fór fram á sölu og gekk í raðir Barcelona. Hann hefur aldrei náð að sýna sínar bestu hliðar í treyju Börsunga. Ferill hans mun væntanlega aldrei ná þeim hæðum sem búist var við.

Emre Can yfirgaf Liverpool og hélt til Juventus í leit að titlum. Can hélt til Tórínó 2018 þegar samningur hans á Anfield rann út. Hann var aðeins 18 mánuði hjá Juventus en hélt svo til Dortmund þar sem hann hefur verið síðan.

Peter Crouch var þrjú ár hjá Liverpool en fór svo til Portsmouth til að fá meiri spiltíma. Crouch hefur talað um að hann hafi gert mistök með því að vera ekki lengur hjá Liverpool.

Michael Owen varð stjarna hjá Liverpool ungur að árum en fór svo til Real Madrid. Hann átti svo eftir að spila fyrir Newcastle, Manchester United og Stoke þegar hann kom aftur í enska boltann. Í bókinni Ring of Fire segist Owen hafa verið í sífellu að reyna að komast aftur til Liverpool, en án árangurs.

Ryan Babel átti sínar rispur hjá Liverpool en hélt svo til Hoffenheim í Þýskalandi til að fá meiri spiltíma. Hann segir að það hafi verið stærstu mistök sín á ferlinum að fara þangað, þegar hann var farinn þá hafi hann áttað sig fljótlega á því að hann hefði átt að halda sig á Anfield.
Athugasemdir
banner
banner
banner