Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 12. október 2022 13:20
Innkastið
Kallaður Tasmaníudjöfullinn í Eyjum
Arnar Breki Gunnarsson.
Arnar Breki Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margir ungir leikmenn hafa slegið í gegn í Bestu deildinni í sumar en einn af þeim er hinn harðduglegi Arnar Breki Gunnarsson sem hefur átt virkilega öflugt sumar með ÍBV. Arnar hefur hinsvegar ekki fengið mikið umtal.

„Arnar hefur verið rosalega flottur fyrir okkur, vinnan sem hann leggur fyrir liðið. Það er örugglega ógeðslegt að spila gegn honum, hvað þá með Halldór Jón með honum. Þeir eru ógeðslega flottir saman," sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, í Innkastinu.

Arnar er með þrjú mörk og þrjár stoðsendingar í sumar en vinnusemin í honum er svakaleg. Eiður Aron opinberaði í þættinum að Arnar væri kallaður 'Tasmaníudjöfullinn' en það er tilvísun í fræga teiknimynd.

Rætt var um Arnar í Innkasti fyrr á tímabilinu og þar lýsti Sverrir Mar Smárson því yfir að hann væri mikill aðdáandi Arnars.

„Arnar Breki er einn besti leikmaðurinn í þessu Eyjaliði. Djöfull er gaman að horfa á hann. Alltaf beinskeyttur og keyrir á menn. Það skiptir engu máli hvar hann er á vellinum, það er alltaf beint á markið. Hann er með alvöru skrokk," sagði Sverrir.

Eyjamenn hafa fjarlægst fallsvæðið með því að vinna fyrstu tvo leiki sína í umspilinu og er komið langleiðina með að halda sæti sínu. Margir höfðu afskrifað ÍBV í byrjun tímabilsins en liðið vann ekki sigur fyrr en í 13. umferð.

„Útlitið var svart en við höfðum alltaf trú á þessu. Um leið og við áttuðum okkur á því hvernig fótbolta við ætluðum að spila þá eru ekki mörg lið sem ráða við það finnst mér. Þegar við fórum allir að róa í sömu átt fór þetta allt að smella saman," sagði Eiður í Innkastinu í gær en þáttinn má heyra í spilaranum hér að neðan.
Innkastið - Blikar krýndir bestir í sófanum og FH greip líflínu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner