Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mið 26. mars 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Alphonso Davies sleit krossband
Alphonso Davies hefur gengist undir aðgerð.
Alphonso Davies hefur gengist undir aðgerð.
Mynd: EPA
Alphonso Davies, leikmaður Bayern München, sleit krossband í landsliðsverkefni með Kanada og verður því lengi frá. Davies er 24 ára og leikur sem vinstri bakvörður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá þýska stórliðinu í dag. Auk þess er greint frá því að miðvörðurinn Dayot Upamecano sé meiddur á hné og verður frá næstu vikurnar.

„Því miður er alltaf hætta á því að leikmenn komi meiddir úr landsliðsverkefnum. Að þessu sinni höfum við fengið sérstaklega þung högg. Það er vont að þurfa að vera án Davies og Upamecano," segir Max Eberl, stjórnarmaður Bayern.

Bayern er með sex stiga forystu í þýsku Bundesligunni en liðið mun mæta Inter í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir