Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   fim 12. nóvember 2015 15:05
Elvar Geir Magnússon
Varsjá
Kári Árna vonast til að vera klár gegn Slóvökum
LG
Borgun
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt bendir til þess miðvörðurinn Kári Árnason verði ekki með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Póllandi í vináttulandsleik í Varsjá.

„Ég býst ekki við því að vera með gegn Póllandi, ég held að það sé best að taka ekki neinar áhættur í þessu. Ég verð sennilega klár á móti Slóvakíu, það er bara Lars og Heimis að ákveða það," segir Kári sem meiddist á ökkla á æfingu í gær.

„Ég snéri mig frekar illa, svo einfalt er það."

Uppgjöf í Úkraínu
Kári og félagar hans í sænska liðinu Malmö hafa verið í eldlínunni í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið er með þrjú stig á botninum eins og Shaktar Donetsk. Malmö tapaði illa fyrir Shaktar á dögunum 4-0.

„Við höfum verið skelfilegir á útivöllum. Á móti Shaktar í Úkraínu var okkar versti leikur á tímabilinu eftir að við vorum mjög góðir gegn þeim heima. Svo var bara uppgjöf í Úkraínu og það þarf að fara yfir það og stokka upp í leikmannamálum," segir Kári sem fékk rautt spjald í leiknum.

Brottvísunin þýðir að hann verður í banni þegar Malmö tekur á móti Zlatan Ibrahimovic og félögum í PSG. Zlatan er frá Malmö og mikil spenna fyrir þeim leik í Svíþjóð. Kári segir svekkjandi að missa af þeim leik.

„Það er alveg eins og það er svekkjandi að geta ekki tekið þátt í þessum leik (gegn Póllandi). Það sem gerir þetta enn meira pirrandi er að ég fer í bann vegna dómaraskandals. Gulu spjöldin voru mjög ódýr. Það myndi enginn einasti miðvörður hanga inni í ensku deildinni ef þetta eiga að vera gul spjöld."

Viðtalið við Kára má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner