Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fim 13. janúar 2022 15:53
Elvar Geir Magnússon
Skoraði tvö mörk og bjargaði einu mannslífi
Hetjan með bláa hárið.
Hetjan með bláa hárið.
Mynd: Al-Rayyan
Kólumbíumaðurinn James Rodriguez tók þátt í að bjarga lífi mótherja síns sem fékk hjartaáfall í deildarleik í Katar í síðustu viku.

James var að spila fyrir Al-Rayyan gegn Al-Wakrah þegar hann tók eftir því að Ousmane Coulibaly hneig niður.

James, sem er fyrrum leikmaður Everton og Real Madrid, hljóp upp að honum og veitti fyrstu hjálp áður en læknateymið mætti á vettvang.

Kólumbíumaðurinn hélt höfði Coulibaly svo hann gæti andað áður en læknarnir tóku við. Malímaðurinn var svo fluttur á sjúkrahús.

Staðan í leiknum var 1-0 þegar atvikið átti sér stað. Leikurinn var stöðvaður en hann var svo kláraður síðasta mánudag og endaði 3-0. James Rodriguez skoraði tvö mörk.

Al-Rayyan er í áttunda sæti katörsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner