Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 13. janúar 2025 16:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Alex Þór Hauksson.
Alex Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór er mættur heim í Stjörnuna.
Alex Þór er mættur heim í Stjörnuna.
Mynd: Stjarnan
Lék síðast með Stjörnunni sumarið 2020.
Lék síðast með Stjörnunni sumarið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með KR.
Í leik með KR.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er frábær," segir Alex Þór Hauksson sem er mættur aftur heim í Stjörnuna eftir að hafa leikið með KR í eitt tímabil.

Alex gekk í raðir KR frá sænska liðinu Öster fyrir ári síðan en náði ekki að finna sig í Vesturbænum. Hann lék 24 leiki með KR í Bestu deildinni í fyrra.

Alex er 25 ára gamall og lék með Stjörnunni áður en hann fór til Svíþjóðar. Hann lék með meistaraflokki félagsins 2017-2020 og varð bikarmeistari með liðinu.

„Ég er þvílíkt ánægður að vera kominn heim. Ég er byrjaður að æfa í Miðgarði sem er þvílík skemmtun. Það er gaman að vera byrjaður. Það var einhver aðdragandi að þessu. Ég og Jökull áttum spjall fyrir svolitlu síðan. En þegar þetta bar að, þá bar þetta nokkuð hratt að. Ég er gríðarlega ánægður með niðurstöðuna."

Var ekki með munnlegt samkomulag við ÍA
Alex var sterklega orðaður við ÍA en er nú kominn aftur í Garðabæinn. Nokkrum dögum áður en skipti hans í Stjörnuna voru staðfest, þá var talað um það í hlaðvarpinu Þungavigtinni að hann væri með munnlegt samkomulag við Skagamenn. Alex segir að svo hafi ekki verið.

„Ég þekki Jón Þór vel, hann er frábær þjálfari. Við áttum frábæran tíma saman í Stjörnunni. En Stjarnan var númer eitt hjá mér og ég er gríðarlega ánægður að hafa náð þeirri lendingu. Ég er spenntur að spila á Samsungvellinum í sumar."

„Ég get ekki sagt það (að það hafi verið munnlegt samkomulag við ÍA). Ef svo hefði verið, þá væri maður sennilega þar núna. En það var ekkert munnlegt samkomulag."

Þetta er mitt félag
Stjarnan mun mæta með áhugavert lið til leiks næsta sumar en það hefur margt breyst í Garðabænum frá því Alex var þar síðast.

„Þetta er mitt félag og tilfinningin að spila fyrir það aftur var það sem heillaði mig mest. Maður er fyrst og fremst þakklátur að hafa fengið tækifæri að spila í efstu deild með þeim. Þetta er frábært félag. Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur," segir Alex.

„Við missum þrjár kanónur sem ég var með í liði áður en ég fór út í Þórarni Inga, Hilmari Árna og Danna Lax. Við sjáum mikið á eftir þeim en ég óska þeim góðs gengis í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Þeir eru algjörar goðsagnir í Stjörnunni. Samt sem áður eru þarna leikmenn sem maður spilaði með áður og líka leikmenn sem maður þekkir. Heilt yfir er þetta mjög spennandi hópur sem Jökull hefur í höndunum. Þarna er mikið af ungum leikmönnum sem eru að verða betri og betri. Mér finnst þetta frábær blanda og ég er virkilega spenntur."

Alex þekkir það að vera ungur leikmaður í Stjörnunni og hann vonast til að geta miðlað reynslu sinni. „Ég get ekki beðið eftir því að fara inn á völlinn með þeim. Þetta eru óhræddir leikmenn sem þora. Ég held að við getum gert góða hluti saman."

Lærdómsríkur tími
Alex segist líta á tímann hjá KR með lærdómsríkum augum.

„Ég lít á þetta sem mjög lærdómsríkt tímabil. Eitt af þeim tímabilum sem maður hefur lært hvað mest af. Mikið af góðum stundum og margar stundir sem hefðu mátt fara betur," segir Alex.

„Við náðum ekki alveg okkar markmiðum en heilt yfir myndi ég lýsa þessu sem skemmtilegu og lærdómsríku tímabili."

Varstu svekktur með þína frammistöðu síðasta sumar?

„Ég hef horft mikið á þetta og maður er sinn stærsti gagnrýnandi sjálfur. Auðvitað vill maður alltaf gera betur en ef maður horfir blákalt á þetta og rýnir í gögn, þá var þetta nokkuð fín frammistaða. Hún hefði auðvitað getað verið betri. Ég tek fulla ábyrgð á því sem ég hef fram að færa. Það er fullt af breytum í fótbolta en það fór sem fór. Ég held að við allir sem vorum hluti af þessum hóp höfum lært mikið af þessu. Maður getur ekki beðið eftir nýju sumri," segir Alex sem er spenntur fyrir sumrinu með Stjörnunni.

„Tilfinningin mín var sú að Stjarnan var það sem ég vildi gera. Ég er mjög spenntur að spila fyrir Jökul og fá að bæta mig hjá honum. Ég hlakka til að verða enn betri fótboltamaður."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir