29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   mán 13. maí 2019 23:42
Arnór Heiðar Benónýsson
Alfreð: Ætlum að gera betur en í fyrra
Kvenaboltinn
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
Selfoss náði í sín fyrstu stig í Pepsi-Max deildinni með góðum 0-1 sigri á HK/Víkingi. Kærkomin stig fyrir Selfyssinga sem ætla sér að koma fólki á óvart í sumar.

Lestu um leikinn: HK/Víkingur 0 -  1 Selfoss

Liðunum tveimur er spáð svipuðu gengi í sumar og var því til mikils að vinna í dag en Alfreð segir sitt lið stefna hærra en því sem spáð var.

„Markmiðið er að gera betur en í fyrra, sem er 5. sæti eða ofar, það er ekkert flóknara en það.“

Leikurinn var spilaður á háu tempói og vannst undir lokin.

„Það kom okkur á óvart hvað HK/Víkingur byrjaði á háu tempói, við sögðum fyrir leikinn að við ætluð að taka þetta á tempóinu og við gerðum það, þær voru alveg sprungnar.“

Barbára Sól Gísladóttir var valin maður leiksins en hún byrjaði leikinn í hægri bakverði en stóð sig svo frábærlega eftir að hafa verið færð upp á hægri kantinn.

„Barbára hefur verið að spila sem bakvörður hjá mér, en sem kantmaður í fyrra. Bergrós var bara að koma inn í þetta og er einn besti varnarbakvörður á landinu þannig að það er fínt að hafa Barbáru þar fyrir framan sig“

Leikurinn var mjög jafn framan ef en þetta hafðist undir lokin.

„Það er ekkert tekið af HK, það er erfitt að spila á móti þeim og það er alltaf gaman að kljást við þær. Þetta hefði getað farið í báðar áttir í fyrri hálfleik, en vorum betri í þeim seinni.“
Athugasemdir
banner