Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mán 13. maí 2019 23:42
Arnór Heiðar Benónýsson
Alfreð: Ætlum að gera betur en í fyrra
Kvenaboltinn
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
Selfoss náði í sín fyrstu stig í Pepsi-Max deildinni með góðum 0-1 sigri á HK/Víkingi. Kærkomin stig fyrir Selfyssinga sem ætla sér að koma fólki á óvart í sumar.

Lestu um leikinn: HK/Víkingur 0 -  1 Selfoss

Liðunum tveimur er spáð svipuðu gengi í sumar og var því til mikils að vinna í dag en Alfreð segir sitt lið stefna hærra en því sem spáð var.

„Markmiðið er að gera betur en í fyrra, sem er 5. sæti eða ofar, það er ekkert flóknara en það.“

Leikurinn var spilaður á háu tempói og vannst undir lokin.

„Það kom okkur á óvart hvað HK/Víkingur byrjaði á háu tempói, við sögðum fyrir leikinn að við ætluð að taka þetta á tempóinu og við gerðum það, þær voru alveg sprungnar.“

Barbára Sól Gísladóttir var valin maður leiksins en hún byrjaði leikinn í hægri bakverði en stóð sig svo frábærlega eftir að hafa verið færð upp á hægri kantinn.

„Barbára hefur verið að spila sem bakvörður hjá mér, en sem kantmaður í fyrra. Bergrós var bara að koma inn í þetta og er einn besti varnarbakvörður á landinu þannig að það er fínt að hafa Barbáru þar fyrir framan sig“

Leikurinn var mjög jafn framan ef en þetta hafðist undir lokin.

„Það er ekkert tekið af HK, það er erfitt að spila á móti þeim og það er alltaf gaman að kljást við þær. Þetta hefði getað farið í báðar áttir í fyrri hálfleik, en vorum betri í þeim seinni.“
Athugasemdir
banner
banner
banner