Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   mán 13. maí 2019 23:42
Arnór Heiðar Benónýsson
Alfreð: Ætlum að gera betur en í fyrra
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
Selfoss náði í sín fyrstu stig í Pepsi-Max deildinni með góðum 0-1 sigri á HK/Víkingi. Kærkomin stig fyrir Selfyssinga sem ætla sér að koma fólki á óvart í sumar.

Lestu um leikinn: HK/Víkingur 0 -  1 Selfoss

Liðunum tveimur er spáð svipuðu gengi í sumar og var því til mikils að vinna í dag en Alfreð segir sitt lið stefna hærra en því sem spáð var.

„Markmiðið er að gera betur en í fyrra, sem er 5. sæti eða ofar, það er ekkert flóknara en það.“

Leikurinn var spilaður á háu tempói og vannst undir lokin.

„Það kom okkur á óvart hvað HK/Víkingur byrjaði á háu tempói, við sögðum fyrir leikinn að við ætluð að taka þetta á tempóinu og við gerðum það, þær voru alveg sprungnar.“

Barbára Sól Gísladóttir var valin maður leiksins en hún byrjaði leikinn í hægri bakverði en stóð sig svo frábærlega eftir að hafa verið færð upp á hægri kantinn.

„Barbára hefur verið að spila sem bakvörður hjá mér, en sem kantmaður í fyrra. Bergrós var bara að koma inn í þetta og er einn besti varnarbakvörður á landinu þannig að það er fínt að hafa Barbáru þar fyrir framan sig“

Leikurinn var mjög jafn framan ef en þetta hafðist undir lokin.

„Það er ekkert tekið af HK, það er erfitt að spila á móti þeim og það er alltaf gaman að kljást við þær. Þetta hefði getað farið í báðar áttir í fyrri hálfleik, en vorum betri í þeim seinni.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner