Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. júní 2021 22:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Adam kom inn af krafti - „Erfitt sumar hjá honum"
Adam Ægir Pálsson.
Adam Ægir Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ægir Pálsson hefur ekki spilað stórt hlutverk með Víkingum það sem af er sumri.

Hann kom inn á sem varamaður í gær þegar Víkingur vann 2-0 sigur á FH í Pepsi Max-deildinni. Undir lokin var hann tekinn aftur af velli. Adam kom inn af miklum krafti og lagði upp annað mark Víkinga.

Hann þurfti aðhlynningu undir lokin og því var ákveðið að kippa honum af velli.

„Við ætluðum að taka Nikolaj (Hansen) út af til að tefja aðeins leikinn. Við föttuðum ekki alveg hvort hann væri í lagi eða ekki, hann var á leiðinni út af. Við ákváðum bara að kippa honum út af í staðinn. Það voru 30 sekúndur eftir. Hann er í góðu lagi," sagði Arnar.

„Hann má vera stoltur af sinni frammistöðu. Þetta er búið að vera erfitt sumar hjá honum og hann hefur fengið lítið af tækifærum. Hann kom inn af fítonskrafti."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að neðan.
Arnar Gunnlaugs: Kári sagði fyrir leik að Valur myndi tapa
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner