Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. júní 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óttari var stillt upp við vegg á lokadegi gluggans - „Voða skrítin lykt af þessu öllu saman"
Óttar skoraði tvö mörk sem lánsmaður hjá Siena
Óttar skoraði tvö mörk sem lánsmaður hjá Siena
Mynd: Siena
Ég kem örugglega einhvern tímann aftur til Íslands en ekki alveg strax
Ég kem örugglega einhvern tímann aftur til Íslands en ekki alveg strax
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag myndi ég alveg segja að ég væri sáttur við að hafa stokkið á þetta
Í dag myndi ég alveg segja að ég væri sáttur við að hafa stokkið á þetta
Mynd: Oakland Roots
Óttar Magnús Karlsson lék með Siena á láni fyrir áramót. Hann var þar á láni frá Venezia.

Lánsdvöldin endaði í janúar og fór Óttar svo í kjölfarið á láni til Oakland Roots í Bandaríkjunum. Óttar ræddi við Fótbolta.net í gær.

Sjá einnig:
GOATar sló met sem hann hafði ekki hugmynd um - „Smá fyndið"

Aldrei lent í öðru eins
„Ég var mjög hikandi að taka þetta skref. Staðan hjá Siena var hálfóþægileg þegar ég var þar. Ég hef aldrei lent í öðru eins, var með fjóra þjálfara á hálfu tímabili og þegar komið var inn í janúar var búið að skipta um yfirmann íþróttamála líka."

„Á lokadegi félagaskiptagluggans segir Siena við mig að þeir vilji losna við mig, vilji spila á sínum eigin leikmönnum og ætli ekki að vera með lánsmenn. Ég er þá í rauninni settur upp við vegg á síðasta degi gluggans. Annað hvort að fara til Venezia og æfa þar eða vera áfram hjá Siena þar sem ég myndi ekki spila það sem eftir lifði tímabilsins."

„Ég fór til Venezia en þá var glugginn í Evrópu lokaður og því þurfti ég að leita annað. Svo kom þetta upp í framhaldinu. Ég ákvað að þetta væri betra þar sem ég fengi að spila, það væri betra en að æfa fram á sumarið hjá Venezia. Ég sagði ekkert já einn, tveir og þrír heldur þurfti ég að hugsa mig vel um. Í dag myndi ég alveg segja að ég væri sáttur við að hafa stokkið á þetta."


Ertu sáttur við þann stað sem þú ert á núna, sáttur að spila á þessu getustigi?

„Auðvitað væri maður alveg til í að vera á hærra 'leveli', ég get alveg sagt það. En miðað við staðinn sem ég var á - þetta var svolítið millibilsástand einhvern veginn - og til að koma mér af stað þá held ég að þetta hafi verið fínt skref."

Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska boltann, fjallaði um eigendaskipti Siena snemma á þessu ári. Sá eigandi reyndist ekkert sérlega trausvekjandi. Sem leikmaður liðsins, var þetta mikið í umræðunni?

„Já, þetta var það. Það var hálfskrítið andrúmsloft á æfingum oft á tíðum. Maður vissi ekki hver var að koma eða fara. Nágrannar mínir voru að furða sig á því hvernig staðið væri á málum hjá félaginu. Ég sá að þið fjölluðuð um þennan vafasama eiganda. Það var voða skrítin lykt af þessu öllu saman."

Ekki rætt við nýjan þjálfara Venezia
Ertu á láni hjá Oakland út þetta tímabil?

„Já út þetta tímabil, til desember og fer þá til Venezia í janúar. Það veltur svolítið á því hvort við förum í úrslitakeppnina hversu langt tímabilið hér verður. Það var að koma nýr þjálfari hjá Venezia sem ég hef ekki talað við. Ég hef hvorki talað við hann né félagið hvernig þeir sjá hlutina og hvort þeir myndu vilja fá mig núna í sumarglugganum eða í janúar. Það verður bara að koma í ljós."

Veistu af einhverjum áhuga frá félögum sem eru ofar í USL Championship deildinni eða jafnvel annars staðar frá?

„Ég hef ekkert heyrt ennþá. Ef það gengur vel þá hefur í gegnum tíðina eitthvað heyrst en ekkert sem ég hef heyrt að svo stöddu."

Var ekki tilbúinn að fara til Íslands
Varstu nálægt því að koma heim til Íslands rétt áður en þú ákvaðst að taka skrefið til Oakland?

„Nei eignlega alls ekki. Mér finnst ég eiga nóg fram að færa úti. Ég kem örugglega einhvern tímann aftur til Íslands en ekki alveg strax," sagði Óttar.

Sjá einnig:
GOATar sló met sem hann hafði ekki hugmynd um - „Smá fyndið"
Ánægður með harkið á Óttari - „Gerðu þetta almennilega og ekki koma heim"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner