Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   lau 13. júlí 2019 18:54
Brynjar Ingi Erluson
Ian Jeffs: Fólk segir að vítið hafi verið algert grín
Ian Jeffs var ósáttur með sína menn í dag
Ian Jeffs var ósáttur með sína menn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ian Jeffs, nýráðinn þjálfari ÍBV í Pepsi Max-deild karla, var ósáttur með 2-1 tap liðsins gegn FH í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  2 FH

Eyjamenn lentu undir á 35. mínútu er FH fékk víti. Steven Lennon skoraði úr vítinu áður en hann bætti við öðru marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Eyjamenn minnkuðu muninn með marki frá Gary Martin en lengra komst liðið ekki.

ÍBV er í basli og er í neðsta sæti deildarinnar með 5 stig og ljóst að það blasir fall við liðinu.

„Ég er svekktur að tapa fótboltaleik og það er aldrei gaman og búið að gerast ansi oft í sumar," sagði Jeffs við Fótbolta.net.

„Ég var ekki ánægður með leikinn. Við vorum ekki nógu góðir í 65-76 mínútur af leiknum í dag. Það var smá líf í lokin en í heildina ekki góður leikur."

„Við vorum búnir að vinna í forminu okkar og hvernig við viljum vísa pressunni í rétta hátt og hvernig við viljum stíga í ákveðin svæði og við vorum að gera þetta á alltof hægu tempó-i. Þetta var bara ekki nógu gott."


Það skapaðist umræða í kringum bæði mörk FH-inga en fyrst var það vítið sem Jakup Thomsen fékk eftir brot Diogo Coelho og þá var umræða um brot á varnarmanni í öðru markinu.

„Það er erfitt að sjá þetta frá okkar sjónarhorni á bekknum. Fólk sem var að horfa á þetta segir að vítið hafi verið algert grín en ég þarf að horfa á það aftur til að hafa skoðun á því."

„Við þurfum að halda áfram að hafa trú á þessu og í raun eina sem við getum gert. Það er því miður sama sagan í hverjum leik að við erum inn í leiknum en við þurfum að komast úr þessu og vinna fótboltaleik."


Eyjamenn eru þessa dagana að skoða leikmenn en einn leikmaður er á reynslu og svo mætir annar miðvörður á reynslu á næstu dögum en ekki hefur verið tekin ákvörðun um að semja við leikmennina.

„Við erum ekki búnir að taka ákvörðun og hann hefur bara verið tvisvar með okkur. Við þurfum að skoða hann betur og þá kemur líka annar hafsent á reynslu og við munum taka ákvörðun með hann líka," sagði Jeffs í lokin.
Athugasemdir
banner
banner