Sóknarmaðurinn Omar Sowe hefur tekið ákvörðun um að klára tímabilið með Leikni.
Sowe, sem er 23 ára gamall, hefur skorað 10 mörk í 15 leikjum í Lengjudeildinni í sumar.
Framherjinn var eftirsóttur af félögum úr Bestu deildinni en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafnaði Omar því að ganga í raðir Fylkis. ÍA hafði einnig áhuga, en Omar hefur ákveðið að klára tímabilið með Leikni.
Omar hefur skorað 22 mörk í 36 deildarleikjum með Leikni á tveimur tímabilum sínum hjá félaginu eða síðan hann kom frá Breiðabliki. Sumarið 2022 skoraði hann 2 mörk í 16 leikjum með Blikum, en var þó mest megnis í aukahlutverki.
Samningur Omars rennur út eftir þetta tímabil og mun hann þá skoða framtíð sína.
Leiknir er í 10. sæti Lengjudeildarinnar með 16 stig og í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 21 | 11 | 5 | 5 | 49 - 26 | +23 | 38 |
2. Fjölnir | 21 | 10 | 7 | 4 | 34 - 24 | +10 | 37 |
3. Keflavík | 21 | 9 | 8 | 4 | 33 - 24 | +9 | 35 |
4. ÍR | 21 | 9 | 8 | 4 | 30 - 25 | +5 | 35 |
5. Afturelding | 21 | 10 | 3 | 8 | 36 - 36 | 0 | 33 |
6. Njarðvík | 21 | 8 | 8 | 5 | 32 - 27 | +5 | 32 |
7. Þróttur R. | 21 | 7 | 6 | 8 | 32 - 29 | +3 | 27 |
8. Leiknir R. | 21 | 8 | 3 | 10 | 32 - 33 | -1 | 27 |
9. Grindavík | 21 | 6 | 7 | 8 | 38 - 44 | -6 | 25 |
10. Þór | 21 | 5 | 8 | 8 | 30 - 37 | -7 | 23 |
11. Grótta | 21 | 4 | 4 | 13 | 30 - 48 | -18 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 21 | 2 | 7 | 12 | 21 - 44 | -23 | 13 |
Athugasemdir