Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 13. ágúst 2024 15:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dusan Brkovic í Leikni (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir staðfesti rétt í þessu að félagið væri búið að semja við Dusan Brkovic um að leika með liðinu.

Dusan er gífurlega reynslumikill serbneskur miðvörður sem hefur leikið á Íslandi undanfarin ár, fyrst með KA í þrjú tímabil og svo með FH á þessu tímabili.

Hann var ekki í stóru hlutverki hjá FH, var varamaður fyrir þá Ísak Óla Ólafsson og Ólaf Guðmundsson.

Dusan var í liðinu gegn KR í gær og var það hans síðasti leikur með FH.

Hann er 35 ára og ætti að vera klár í slaginn þegar Leiknir tekur á móti Keflavík á morgun. Leiknir þarf sérstaklega á Dusan að halda á morgun því fyrirliðinn Daði Bærings Halldórsson verður í leikbanni.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 21 11 5 5 49 - 26 +23 38
2.    Fjölnir 21 10 7 4 34 - 24 +10 37
3.    Keflavík 21 9 8 4 33 - 24 +9 35
4.    ÍR 21 9 8 4 30 - 25 +5 35
5.    Afturelding 21 10 3 8 36 - 36 0 33
6.    Njarðvík 21 8 8 5 32 - 27 +5 32
7.    Þróttur R. 21 7 6 8 32 - 29 +3 27
8.    Leiknir R. 21 8 3 10 32 - 33 -1 27
9.    Grindavík 21 6 7 8 38 - 44 -6 25
10.    Þór 21 5 8 8 30 - 37 -7 23
11.    Grótta 21 4 4 13 30 - 48 -18 16
12.    Dalvík/Reynir 21 2 7 12 21 - 44 -23 13
Athugasemdir
banner
banner
banner