Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 13. október 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Donnarumma fékk sér tyggjótattú af merki Milan
Gianluigi Donnarumma
Gianluigi Donnarumma
Mynd: EPA
Gianluigi Donnarumma, markvörður Paris Saint-Germain, fékk sér svokallað tyggjótattú af merki ítalska félagsins Milan í ítalska sjónvarpsþættinum Le lene á dögunum en hann ætlar að gera það varanlegt síðar.

Donnarumma ólst upp hjá Milan og spilaði sex tímabil með aðalliði félagsins áður en hann samdi við Paris Saint-Germain.

Stuðningsmenn Milan hafa ekki fyrirgefið Donnarumma, sem fór á frjálsri sölu, en þeir bauluðu á hann er Ítalía spilaði í Þjóðadeildinni á dögunum.

Það fór fyrir brjóstið á Donnarumma sem vonast þó til þess að þeir fyrirgefi honum einn daginn. Hann fékk sér svo tímabundið húðflúr af Milan-merkinu á handlegginn.

„Ég mun alltaf elska þá og verð alltaf með Milan í hjarta mínu en ég var svolítið vonsvikinn þegar það var flautað á mig. Ég eyddi átta árum hjá Milan og það verður alltaf tilfinningaríkt að koma aftur á San Síró. Ég ólst uppi hérna og verð alltaf stuðningsmaður félagsins. Maður gleymir ekki átta árum si svona. Vonandi fær ég betri móttökur næst," sagði Donnarumma.


Athugasemdir
banner
banner