fös 14. febrúar 2020 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn kvennalandsliðsins óskuðu eftir þjálfaranámskeiðum
Icelandair
Jón Þór Hauksson þjálfari kvennalandsliðsins ásamt Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á æfingu Íslands í Liepaja í Lettlandi í haust.
Jón Þór Hauksson þjálfari kvennalandsliðsins ásamt Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á æfingu Íslands í Liepaja í Lettlandi í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmönnum kvennalandsliðsins gefst kostur á að taka fyrstu tvö stigin á þjálfaranámskeiðum þegar liðið fer í æfingamótið Pinatar Cup í byrjun næsta mánaðar.

KSÍ verður með því við ósk leikmanna um að fá aðgengi að þjálfaranámskeiðunum með þessum hætti en eins og kom fram hér á Fótbolta.net í síðustu viku er aðeins eitt lið þjálfað af konu hér á landi, af 107 meistaraflokksliðum sem taka þátt í Lengjubikarnum.

„Þetta er að frumkvæði leikmanna sem höfðu áhuga á því að byrja á að taka námskeiðin," sagði Jón Þór Hauksson landsliðs þjálfari viðFótbolta.net eftir fréttamannafund í gær.

„Það eru leikmenn sem eru erlendis og hafa ekki kost á að koma heim og byrja að taka þjálfaranámskeiðin. Það sem er jákvætt og gott í þessu er að það er mikill áhugi hjá þeim. Við erum með frábæran hóp karaktera og leiðtoga með mikla leikreynslu. Það er frábært að Knattspyrnusambandið geti boðið upp á þetta."

Helena Ólafsdóttir þjálfar Fjölni í 1. deild kvenna og er eina konan sem er aðalþjálfari liðs hér á landi.

„Það eru alltof fáir kvenmenn að þjálfa og mér finnst jákvætt og fráært að viðgetum ýtt undir þetta með þessum hætti. Auðvitað er það sláandi að það sé bara ein kona að þjálfa en það þarf bara að spýta í og gera það sem við getum gert. Við getum hvatt okkar landsliðskonur til að sækja þessi námskeið og undirbúa og sjá hvort þær hafa áhuga á þessu. Það er frábært fyrir okkur að við getum boðið upp á þetta."
Athugasemdir
banner
banner