Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   fös 14. febrúar 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Dóra gekk í raðir Víkinga.
Áslaug Dóra gekk í raðir Víkinga.
Mynd: Víkingur
Lék með Selfossi áður en hún fór til Svíþjóðar.
Lék með Selfossi áður en hún fór til Svíþjóðar.
Mynd: Hrefna Morthens
„Ég er mjög spennt fyrir framhaldinu með þeim," segir Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir sem gekk á dögunum í raðir Víkings eftir dvöl hjá Örebro í Svíþjóð.

Hún yfirgaf sænska félagið Örebro í nóvember eftir að liðið féll úr sænsku úrvalsdeildinni. Hún lék þar í eitt tímabil.

Áslaug fór til Örebro frá uppeldisfélaginu Selfossi þar sem hún varð bikarmeistari. Hún er fædd árið 2003 og á að baki sex leiki með U23 landsliðinu.

„Ákvörðunin var þannig séð ekkert ótrúlega erfið. Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim."

Hún segir að nokkur félög hafi sett sig í samband við sig, en Víkingur varð fyrir valinu. „Mér fannst Víkingur mest spennandi. Þróunin sem hefur verið hjá þeim seinustu ár, stelpurnar, teymið og umgjörðin heillaði mig. Þær ætla sér stóra hluti á næstu árum og mig langar að vera hluti af því."

Vonandi fær maður að vera partur af einhverju stóru
Það hefur verið mikill uppgangur hjá VíkingÞum seinustu árin. Þær urðu bikarmeistarar 2023 og komust upp í Bestu deildina það sama sumar. Svo í fyrra enduðu þær í þriðja sæti efstu deildar.

„Þetta er ótrúlega spennandi. Vonandi fær maður að vera partur af einhverju stóru og skemmtilegu í þeirra þróun," segir Áslaug Dóra.

Hún hefur fengið að kynnast Víkingsliðinu síðustu daga og vikur. Hún segir að maður átti sig fljótlega á því af hverju það hefur gengið svona vel.

„Það er vel haldið utan um stelpurnar og það er mjög góð stemning í hópnum. Þær eru með sterkan leikmannahóp og maður skilur velgengnina."

Góð reynsla og mikill lærdómur
Áslaug Dóra segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að koma heim. Það hafi verið sú ákvörðun sem hún taldi besta fyrir sig á þessum tímapunkti.

„Tímabilið í Svíþjóð var frekar erfitt, og hvað þá eftir erfitt tímabil heima. En heilt yfir var þetta ótrúlega góð reynsla og ég var að fá mikinn spilatíma á móti mjög sterkum leikmönnum í sterkri deild. Þetta er mikill lærdómur sem ég tek með mér," segir miðvörðurinn en markmiðið er að fara aftur erlendis og spila síðar meir.

„Að hafa spilað á móti svona sterkum leikmönnum gerir mann klárlega betri. Þetta var mikið stökk en maður fílar alltaf áskoranir og þetta var gaman á sama tíma."

Hjá Víkingum hittir hún Bergþóru Sól Ásmundsdóttur, sem spilaði einnig með henni í Örebro. „Það er mjög gaman. Ég elska að vera með Beggu í liði, þess vegna fór ég í Víking," sagði Áslaug Dóra og hló.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner