Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 14. febrúar 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Kvenaboltinn
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Dóra gekk í raðir Víkinga.
Áslaug Dóra gekk í raðir Víkinga.
Mynd: Víkingur
Lék með Selfossi áður en hún fór til Svíþjóðar.
Lék með Selfossi áður en hún fór til Svíþjóðar.
Mynd: Hrefna Morthens
„Ég er mjög spennt fyrir framhaldinu með þeim," segir Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir sem gekk á dögunum í raðir Víkings eftir dvöl hjá Örebro í Svíþjóð.

Hún yfirgaf sænska félagið Örebro í nóvember eftir að liðið féll úr sænsku úrvalsdeildinni. Hún lék þar í eitt tímabil.

Áslaug fór til Örebro frá uppeldisfélaginu Selfossi þar sem hún varð bikarmeistari. Hún er fædd árið 2003 og á að baki sex leiki með U23 landsliðinu.

„Ákvörðunin var þannig séð ekkert ótrúlega erfið. Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim."

Hún segir að nokkur félög hafi sett sig í samband við sig, en Víkingur varð fyrir valinu. „Mér fannst Víkingur mest spennandi. Þróunin sem hefur verið hjá þeim seinustu ár, stelpurnar, teymið og umgjörðin heillaði mig. Þær ætla sér stóra hluti á næstu árum og mig langar að vera hluti af því."

Vonandi fær maður að vera partur af einhverju stóru
Það hefur verið mikill uppgangur hjá VíkingÞum seinustu árin. Þær urðu bikarmeistarar 2023 og komust upp í Bestu deildina það sama sumar. Svo í fyrra enduðu þær í þriðja sæti efstu deildar.

„Þetta er ótrúlega spennandi. Vonandi fær maður að vera partur af einhverju stóru og skemmtilegu í þeirra þróun," segir Áslaug Dóra.

Hún hefur fengið að kynnast Víkingsliðinu síðustu daga og vikur. Hún segir að maður átti sig fljótlega á því af hverju það hefur gengið svona vel.

„Það er vel haldið utan um stelpurnar og það er mjög góð stemning í hópnum. Þær eru með sterkan leikmannahóp og maður skilur velgengnina."

Góð reynsla og mikill lærdómur
Áslaug Dóra segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að koma heim. Það hafi verið sú ákvörðun sem hún taldi besta fyrir sig á þessum tímapunkti.

„Tímabilið í Svíþjóð var frekar erfitt, og hvað þá eftir erfitt tímabil heima. En heilt yfir var þetta ótrúlega góð reynsla og ég var að fá mikinn spilatíma á móti mjög sterkum leikmönnum í sterkri deild. Þetta er mikill lærdómur sem ég tek með mér," segir miðvörðurinn en markmiðið er að fara aftur erlendis og spila síðar meir.

„Að hafa spilað á móti svona sterkum leikmönnum gerir mann klárlega betri. Þetta var mikið stökk en maður fílar alltaf áskoranir og þetta var gaman á sama tíma."

Hjá Víkingum hittir hún Bergþóru Sól Ásmundsdóttur, sem spilaði einnig með henni í Örebro. „Það er mjög gaman. Ég elska að vera með Beggu í liði, þess vegna fór ég í Víking," sagði Áslaug Dóra og hló.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner