Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
Óli Kristjáns: Var súr að hafa ekki skorað
John um mistökin: Tek hana í 99 skipti af 100
Smá basl en „bikarinn er að fara í Fossvog"
Meira undir fyrir KA - „Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni"
Úlfur: Þeir henda einum af sínum bestu mönnum viljandi í bann
Maggi: Menn þurfa fara fyrr úr vinnu og jafnvel skrópa í skóla
Elmar Kári: Ég bara missi hausinn þarna
Haddi: Töluðum um það eftir tapið í fyrra
Arnar Gunnlaugs: Eiginlega bara fáránlegt ef ég á að segja alveg eins og er
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
   sun 14. apríl 2024 20:39
Sverrir Örn Einarsson
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það breytist margt þegar við missum mann út af þannig að eðlilega verður róðurinn aðeins þyngri eftir það. En það var ákveðið kæruleysi og værukærð í varnarleiknum sem var ekki boðlegt sama hvort við séum tíu eða ellefu. “ Svaraði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK um hvað hefði klikkað í 4-0 tapi HK gegn ÍA í Kórnum í dag.

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 ÍA

HK missti mann af velli á 41, mínútu fyrri hálfleiks þegar þegar Þorsteinn Aron Antonsson fékk að líta beint rautt spjald fyrir að ræna upplögðu marktækifæri sem aftasti varnarmaður. Staðan þó markalaus í hálfleik en það tók Skagamenn aðeins sjö mínútur að komast yfir í þeim seinni gegn tíu leikmönnum HK. Sló það liðið út af laginu að fá mark á sig svona snemma í síðari hálfleik?

„Það er bara erfitt að vera manni færri og að fá mark á sig svona snemma á svona döpru augnabliki af okkar hálfu er erfitt.“

En eins og áður sagði var markalaust í hálfleik og framan af fyrri hálfleik var fátt sem benti til þess að leikurinn yrði markaleikur sem slíkur. Hvað tekur Ómar jákvætt út úr leiknum?

„Fyrri hálfleikurinn var jafn og nokkurn vegin eins og ég bjóst við að hann yrði. Þar fannst mér fín holning á liðinu í fyrri hálfleik og menn bara að gera nokkuð vel og gera það sem við lögðum upp með. Við eigum samt að gera betur en við gerðum í seinni hálfleik.“

Sagði Ómar Ingi en allt viðtalið má sjá hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner