 
        
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Fjölnir sigraði Gróttu í hörkuleik. Leikurinn var mjög jafn en Fjölnir vann 1-0.  Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnir, var sáttur með sína menn eftir leikinn.  
                
                
                                    Lestu um leikinn: Fjölnir 1 - 0 Grótta
„Þetta var mikill baráttu leikur. Grótta er með gríðalega öflugt lið. Fastir fyrir og sterkir í föstum leikatriðum. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, sem það var,'' segir Ási Arnars eftir sigur á móti Gróttu.
„Við náðum frekar snemma forystu í leiknum og höldum henni nokkuð vel allan leikinn. Við gáfum fá færi á okkur og við náðum að loka vel á þá.'' segir Ási
Fjölnir voru með yfirburða mesta leitið í leiknum og fengu oft tækifæri að klára leikinn af með annað mark.
„Við vorum nálægt því, 3-2 vorum við mjög nálægt því að bæta við, en það vantaði herslumunin í það, en það dugði.''
„Liðið í heild var bara öflugt, skipulagt ,þétt, varðist vel. Skorum gott mark og fáum fleiri færi til að skora, þannig mér finnst liðs frammistaðan standa upp úr í dag.''
Fjölnir eru núna með 2 sigra eftir 2 leiki.
„Það er gott að fá öfluga frammistöðu í byrjun deildarinnar, en það er mikið eftir og margir erfiðir leikir eftir.'' segir Ási.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        



















 
         
     
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
        
