Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 14. maí 2021 20:50
Hafliði Breiðfjörð
Gaui Lýðs: Grimmur dómur að dæma víti og rautt spjald
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta byrjaði ágætlega hjá okkur en svo kemur þetta víti sem setur leikinn okkar úr skorðum," sagði Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður ÍBV eftir 0 - 2 tap heima gegn Fram í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  2 Fram

Atvikið sem hann vísar í kom á 17. mínútu leiksins þegar vítaspyrna var dæmd á Sigurð Arnar Magnússon fyrir að rífa niður Þóri Guðjónsson og í þokkabót fékk Sigurður Arnar að líta rauða spjaldið.

„Mér fannst þetta mjög grimmur dómur, bæði að dæma víti og hvað þá að dæma rautt spjald. Mér fannst það setja leikinn í annað samhengi í byrjun. Burtséð frá því fannst mér við sýna mikinn baráttuanda þó við værum manni færri og fannst þeir ekki skapa sér færi í þessum leik fyrir utan þetta mark úr horni."

Guðjón Pétur átti samtal við Helga Mikael Jónasson dómara í hálfleik. Hvernig sá hann þetta fyrir sér?

„Mér fannst Tóti bara halda hafsentinum og hafsentinn heldur á móti og þegar Tóti er búinn að missa hann frá sér hendir hann sér niður og fær víti og rautt. Mér fannst þetta bara vera svona. Tóti var mest hissa á þessu sjálfur og það sést yfirleitt á honum hvað er í gangi."

Það voru mikil læti í leikmönnum á vellinum, harðar tæklingar og mikið gargað.

„Við erum bara topplið og það er keppnisskap í okkur. Mér fannst ekkert vera óeðlilega mikil barátta eða öskur, en menn voru ósáttir og það finnst mér alveg mega. Við töpuðum þessu í dag og það er bara eitt að gera í því, mæta á æfingu á morgun og leggja áhersluna á næsta leik."

Nánar er rætt við Guðjón í sjónvarpinu að ofan. Þar ræðir hann næsta leik við Aftureldingu, skilaboð sem hann sendi á Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfara Grindavíkur eftir síðasta leik og liðsstyrkinn sem ÍBV fékk í lok gluggans.
Athugasemdir
banner
banner
banner