Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fös 14. maí 2021 20:50
Hafliði Breiðfjörð
Gaui Lýðs: Grimmur dómur að dæma víti og rautt spjald
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta byrjaði ágætlega hjá okkur en svo kemur þetta víti sem setur leikinn okkar úr skorðum," sagði Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður ÍBV eftir 0 - 2 tap heima gegn Fram í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  2 Fram

Atvikið sem hann vísar í kom á 17. mínútu leiksins þegar vítaspyrna var dæmd á Sigurð Arnar Magnússon fyrir að rífa niður Þóri Guðjónsson og í þokkabót fékk Sigurður Arnar að líta rauða spjaldið.

„Mér fannst þetta mjög grimmur dómur, bæði að dæma víti og hvað þá að dæma rautt spjald. Mér fannst það setja leikinn í annað samhengi í byrjun. Burtséð frá því fannst mér við sýna mikinn baráttuanda þó við værum manni færri og fannst þeir ekki skapa sér færi í þessum leik fyrir utan þetta mark úr horni."

Guðjón Pétur átti samtal við Helga Mikael Jónasson dómara í hálfleik. Hvernig sá hann þetta fyrir sér?

„Mér fannst Tóti bara halda hafsentinum og hafsentinn heldur á móti og þegar Tóti er búinn að missa hann frá sér hendir hann sér niður og fær víti og rautt. Mér fannst þetta bara vera svona. Tóti var mest hissa á þessu sjálfur og það sést yfirleitt á honum hvað er í gangi."

Það voru mikil læti í leikmönnum á vellinum, harðar tæklingar og mikið gargað.

„Við erum bara topplið og það er keppnisskap í okkur. Mér fannst ekkert vera óeðlilega mikil barátta eða öskur, en menn voru ósáttir og það finnst mér alveg mega. Við töpuðum þessu í dag og það er bara eitt að gera í því, mæta á æfingu á morgun og leggja áhersluna á næsta leik."

Nánar er rætt við Guðjón í sjónvarpinu að ofan. Þar ræðir hann næsta leik við Aftureldingu, skilaboð sem hann sendi á Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfara Grindavíkur eftir síðasta leik og liðsstyrkinn sem ÍBV fékk í lok gluggans.
Athugasemdir
banner