Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   fös 14. maí 2021 20:50
Hafliði Breiðfjörð
Gaui Lýðs: Grimmur dómur að dæma víti og rautt spjald
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta byrjaði ágætlega hjá okkur en svo kemur þetta víti sem setur leikinn okkar úr skorðum," sagði Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður ÍBV eftir 0 - 2 tap heima gegn Fram í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  2 Fram

Atvikið sem hann vísar í kom á 17. mínútu leiksins þegar vítaspyrna var dæmd á Sigurð Arnar Magnússon fyrir að rífa niður Þóri Guðjónsson og í þokkabót fékk Sigurður Arnar að líta rauða spjaldið.

„Mér fannst þetta mjög grimmur dómur, bæði að dæma víti og hvað þá að dæma rautt spjald. Mér fannst það setja leikinn í annað samhengi í byrjun. Burtséð frá því fannst mér við sýna mikinn baráttuanda þó við værum manni færri og fannst þeir ekki skapa sér færi í þessum leik fyrir utan þetta mark úr horni."

Guðjón Pétur átti samtal við Helga Mikael Jónasson dómara í hálfleik. Hvernig sá hann þetta fyrir sér?

„Mér fannst Tóti bara halda hafsentinum og hafsentinn heldur á móti og þegar Tóti er búinn að missa hann frá sér hendir hann sér niður og fær víti og rautt. Mér fannst þetta bara vera svona. Tóti var mest hissa á þessu sjálfur og það sést yfirleitt á honum hvað er í gangi."

Það voru mikil læti í leikmönnum á vellinum, harðar tæklingar og mikið gargað.

„Við erum bara topplið og það er keppnisskap í okkur. Mér fannst ekkert vera óeðlilega mikil barátta eða öskur, en menn voru ósáttir og það finnst mér alveg mega. Við töpuðum þessu í dag og það er bara eitt að gera í því, mæta á æfingu á morgun og leggja áhersluna á næsta leik."

Nánar er rætt við Guðjón í sjónvarpinu að ofan. Þar ræðir hann næsta leik við Aftureldingu, skilaboð sem hann sendi á Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfara Grindavíkur eftir síðasta leik og liðsstyrkinn sem ÍBV fékk í lok gluggans.
Athugasemdir
banner