Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   fös 14. maí 2021 20:50
Hafliði Breiðfjörð
Gaui Lýðs: Grimmur dómur að dæma víti og rautt spjald
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta byrjaði ágætlega hjá okkur en svo kemur þetta víti sem setur leikinn okkar úr skorðum," sagði Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður ÍBV eftir 0 - 2 tap heima gegn Fram í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  2 Fram

Atvikið sem hann vísar í kom á 17. mínútu leiksins þegar vítaspyrna var dæmd á Sigurð Arnar Magnússon fyrir að rífa niður Þóri Guðjónsson og í þokkabót fékk Sigurður Arnar að líta rauða spjaldið.

„Mér fannst þetta mjög grimmur dómur, bæði að dæma víti og hvað þá að dæma rautt spjald. Mér fannst það setja leikinn í annað samhengi í byrjun. Burtséð frá því fannst mér við sýna mikinn baráttuanda þó við værum manni færri og fannst þeir ekki skapa sér færi í þessum leik fyrir utan þetta mark úr horni."

Guðjón Pétur átti samtal við Helga Mikael Jónasson dómara í hálfleik. Hvernig sá hann þetta fyrir sér?

„Mér fannst Tóti bara halda hafsentinum og hafsentinn heldur á móti og þegar Tóti er búinn að missa hann frá sér hendir hann sér niður og fær víti og rautt. Mér fannst þetta bara vera svona. Tóti var mest hissa á þessu sjálfur og það sést yfirleitt á honum hvað er í gangi."

Það voru mikil læti í leikmönnum á vellinum, harðar tæklingar og mikið gargað.

„Við erum bara topplið og það er keppnisskap í okkur. Mér fannst ekkert vera óeðlilega mikil barátta eða öskur, en menn voru ósáttir og það finnst mér alveg mega. Við töpuðum þessu í dag og það er bara eitt að gera í því, mæta á æfingu á morgun og leggja áhersluna á næsta leik."

Nánar er rætt við Guðjón í sjónvarpinu að ofan. Þar ræðir hann næsta leik við Aftureldingu, skilaboð sem hann sendi á Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfara Grindavíkur eftir síðasta leik og liðsstyrkinn sem ÍBV fékk í lok gluggans.
Athugasemdir