
Oliver Heiðarsson leikmaður ÍBV átti stórgóðan leik þegar liðið hans sló út KR í Mjólkurbikarnum í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 2 - 4 ÍBV
„Gott að sýna alvöru fótboltaleik, og að svara fyrir síðasta leik sem var náttúrulega bara fyrir fjórum dögum," sagði Oliver.
Liðin mættust síðasta laugardag í deildinni en þá vann KR 4-1. Oliver segir að það hafi verið gott að mæta þeim aftur svona fljótlega.
„Það er náttúrulega ekki langt milli leikja, þannig við þurftum að gleyma þessum leik fljótlega, en samt líka að hafa það í huga að við þyrftum að svara fyrir síðasta leik."
Oliver skoraði tvö mörk og lagði upp annað. Leikstíll ÍBV í dag hentaði honum mjög vel.
„Þetta er minn styrkleiki, að hlaupa bakvið og nýta hraðann. Ég er mjög ánægður hvernig ég kláraði færin í dag. Þrennan hefði mátt detta, en ég er sáttur með tvö mörk."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.