Arsenal hefur áhuga á Barcola - Mbeumo færist nær Man Utd - Konate hafnaði tilboði Liverpool
Konni: Menn þreyttir eftir síðasta leik
Jón Óli bjóst við að vera í efstu þremur sætunum
Sigurður Egill: Mjög ánægður og stoltur með það
Túfa um Patrick Pedersen: Hann þarf að hlusta meira á mig
Sigurjón Rúnarsson: Aldrei víti segir nýútskrifaði fasteignasalinn
Óskar Hrafn skýtur á Túfa: Gerðu enga tilraun að spila fótbolta
Dóri Árna: 11 manna blokk og sparkað í menn frá fyrstu mínútu
Láki: Þetta var mjög skrítinn leikur
Maggi: Ef þú ferð að einbeita þér að töflunni þá fer allt í köku
Rúnar Kristins: Hann hendir sér niður og tryggir liðinu sínu stig
Alex Freyr: Vonsvikinn með eigin frammistöðu og liðsins
Mosfellingar létu vel í sér heyra í Eyjum - „Besti bærinn á jörðinni"
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
   mið 14. maí 2025 21:26
Haraldur Örn Haraldsson
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Oliver Heiðarsson leikmaður ÍBV átti stórgóðan leik þegar liðið hans sló út KR í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 2 -  4 ÍBV

„Gott að sýna alvöru fótboltaleik, og að svara fyrir síðasta leik sem var náttúrulega bara fyrir fjórum dögum," sagði Oliver.

Liðin mættust síðasta laugardag í deildinni en þá vann KR 4-1. Oliver segir að það hafi verið gott að mæta þeim aftur svona fljótlega.

„Það er náttúrulega ekki langt milli leikja, þannig við þurftum að gleyma þessum leik fljótlega, en samt líka að hafa það í huga að við þyrftum að svara fyrir síðasta leik."

Oliver skoraði tvö mörk og lagði upp annað. Leikstíll ÍBV í dag hentaði honum mjög vel.

„Þetta er minn styrkleiki, að hlaupa bakvið og nýta hraðann. Ég er mjög ánægður hvernig ég kláraði færin í dag. Þrennan hefði mátt detta, en ég er sáttur með tvö mörk."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir