Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Siggi Höskulds: Mér finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
   mið 14. maí 2025 21:26
Haraldur Örn Haraldsson
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Oliver Heiðarsson leikmaður ÍBV átti stórgóðan leik þegar liðið hans sló út KR í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 2 -  4 ÍBV

„Gott að sýna alvöru fótboltaleik, og að svara fyrir síðasta leik sem var náttúrulega bara fyrir fjórum dögum," sagði Oliver.

Liðin mættust síðasta laugardag í deildinni en þá vann KR 4-1. Oliver segir að það hafi verið gott að mæta þeim aftur svona fljótlega.

„Það er náttúrulega ekki langt milli leikja, þannig við þurftum að gleyma þessum leik fljótlega, en samt líka að hafa það í huga að við þyrftum að svara fyrir síðasta leik."

Oliver skoraði tvö mörk og lagði upp annað. Leikstíll ÍBV í dag hentaði honum mjög vel.

„Þetta er minn styrkleiki, að hlaupa bakvið og nýta hraðann. Ég er mjög ánægður hvernig ég kláraði færin í dag. Þrennan hefði mátt detta, en ég er sáttur með tvö mörk."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner