Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
   mið 14. maí 2025 21:20
Haraldur Örn Haraldsson
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorlákur Már Árnason þjálfari ÍBV var ánægður með leik sinna manna í kvöld og fannst þetta vera sanngjörn úrslit þegar þeir unnu KR 4-2 og eru því komnir áfram í Mjólkurbikarnum.


Lestu um leikinn: KR 2 -  4 ÍBV

„KR-ingarnir eru bara ógeðslega góðir. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera í vandræðum, þetta var bara svolítið laust og við breyttum aðeins í hálfleik. Síðan líka með skiptingunum, reyndum að þétta aðeins inn á miðjunni. Mér fannst þeir vera að spila aðeins of auðveldlega í gegnum miðjuna hjá okkur á köflum. Í heildina þá fáum við alveg rosalega mikið af færum í þessum leik, líka fyrir utan mörkin sem við skorum. Þannig bara frábær frammistaða hjá liðinu."

ÍBV er núna búið að henda bæði KR og Víkingum úr leik, tvö af bestu liðum Bestu deildarinnar. Það hentar þeim greinilega ágætlega að spila gegn stóru liðunum.

„Við höfum hugsað þetta þannig, að við erum bara með nýtt lið. Mikið af ungum leikmönnum í hópnum og höfum bara hugsað þetta, þegar við erum að spila við þessi stærri lið að bara þróa okkar lið og vera óhræddir við að spila. Það gekk svona misvel í dag, við byrjuðum leikinn ekki nægilega vel en í heildina þá held ég að ÍBV liðið sé bara að stækka með hverjum leik."

Omar Sowe haltraði af velli í uppbótartíma en Þorlákur heldur að það séu ekki alvarleg meiðsli.

„Þetta hefur bara verið eitthvað smotterí, verða bara einhverjir 1-2 dagar vonandi. Það er bara búið að vera hátt tempó í báðum þessum leikjum á móti KR. Leikstíllinn hjá KR er þannig að ef þú ert ekki tilbúinn að hlaupa og berjast, þá ertu bara í miklum vandræðum og tekur mikið á. Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið. Það er bara þannig. Þetta tekur toll, en ég held að hann verði í lagi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner