Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   mið 14. maí 2025 21:20
Haraldur Örn Haraldsson
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorlákur Már Árnason þjálfari ÍBV var ánægður með leik sinna manna í kvöld og fannst þetta vera sanngjörn úrslit þegar þeir unnu KR 4-2 og eru því komnir áfram í Mjólkurbikarnum.


Lestu um leikinn: KR 2 -  4 ÍBV

„KR-ingarnir eru bara ógeðslega góðir. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera í vandræðum, þetta var bara svolítið laust og við breyttum aðeins í hálfleik. Síðan líka með skiptingunum, reyndum að þétta aðeins inn á miðjunni. Mér fannst þeir vera að spila aðeins of auðveldlega í gegnum miðjuna hjá okkur á köflum. Í heildina þá fáum við alveg rosalega mikið af færum í þessum leik, líka fyrir utan mörkin sem við skorum. Þannig bara frábær frammistaða hjá liðinu."

ÍBV er núna búið að henda bæði KR og Víkingum úr leik, tvö af bestu liðum Bestu deildarinnar. Það hentar þeim greinilega ágætlega að spila gegn stóru liðunum.

„Við höfum hugsað þetta þannig, að við erum bara með nýtt lið. Mikið af ungum leikmönnum í hópnum og höfum bara hugsað þetta, þegar við erum að spila við þessi stærri lið að bara þróa okkar lið og vera óhræddir við að spila. Það gekk svona misvel í dag, við byrjuðum leikinn ekki nægilega vel en í heildina þá held ég að ÍBV liðið sé bara að stækka með hverjum leik."

Omar Sowe haltraði af velli í uppbótartíma en Þorlákur heldur að það séu ekki alvarleg meiðsli.

„Þetta hefur bara verið eitthvað smotterí, verða bara einhverjir 1-2 dagar vonandi. Það er bara búið að vera hátt tempó í báðum þessum leikjum á móti KR. Leikstíllinn hjá KR er þannig að ef þú ert ekki tilbúinn að hlaupa og berjast, þá ertu bara í miklum vandræðum og tekur mikið á. Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið. Það er bara þannig. Þetta tekur toll, en ég held að hann verði í lagi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner