Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maresca: HM félagsliða verður stærra en Meistaradeildin
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, sagði eftir sigur liðsins gegn PSG í úrslitum á HM félagsliða að mótið verði stærra en Meistaradeildin einn daginn.

„Ég hef það á tilfinningunni að þessi keppni verði jafn stór, ef ekki stærri en Meistaradeildin," sagði maresca.

Maresca tók við Chelsea fyrir um ári síðan en hann hafði áður verið m.a. í þjálfarateymi Pep Guardiola þegar Man City vann Meistaradeildina árið 2023.

„Ég var heppinn að vera í þjálfarateymi hjá liðið sem vann Meistaradeildina fyrir nokkrum árum en þessi keppni er með bestu lið heims og ég tel að við getum metið hana jafn góða og Meistaradeildina," sagði Maresca.
Athugasemdir
banner