Barcelona hefur krækt í sænska undrabarnið Roony Bardghji frá FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Kaupverðið er um 2 milljónir evra fyrir þennan stórefnilega leikmann.
Bardghji skrifar undir samning við Barcelona sem gildir til ársins 2029.
Bardghji skrifar undir samning við Barcelona sem gildir til ársins 2029.
Bardghji átti aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum við FCK og skiptir því um félag ódýrt.
Þessi efnilegi Svíi verður tvítugur í nóvember en hann missti af stærsta hluta síðustu leiktíðar vegna slæmra meiðsla. Tímabilið 2023/24 skoraði hann tíu mörk í 36 leikjum með FCK.
Hann var um tíma liðsfélagi Hákons Arnars Haraldssonar, Orra Steins Óskarssonar og Ísaks Bergmanns Jóhannessonar í Kaupmannahöfn. Þeir hafa allir skipt um félag.
Orri og Bardghji verða nú andstæðingar í spænsku deildinni á næstu leiktíð, en Orri er auðvitað leikmaður Real Sociedad.
Athugasemdir