Chelsea kom á óvart þegar liðið lék á als oddi gegn Evrópumeisturum Paris Saint-Germain í úrslitaleik HM félagsliða. PSG hefur farið með himinskautum en Chelsea sýndi sparihliðarnar í Bandaríkjunum.
Chelsea vann úrslitaleikinn 3-0 og hlaut félagið alls 84 milljónir punda í verðlaunafé. Þar eru 21,3 milljónir punda fyrir að komast í keppnina og svo bættust við 62,7 milljónir punda fyrir að fara alla leið og lyfta bikarnum.
Chelsea vann úrslitaleikinn 3-0 og hlaut félagið alls 84 milljónir punda í verðlaunafé. Þar eru 21,3 milljónir punda fyrir að komast í keppnina og svo bættust við 62,7 milljónir punda fyrir að fara alla leið og lyfta bikarnum.
HM félagsliða var haldið með breyttu fyrirkomulagi og keppnin verður á fjögurra ára fresti. Keppnin er umdeild og til að félögin myndu leggja aukið púður í hana ákvað FIFA að veita gríðarlegar háar árangurstengdar fjárhæðir til þátttökuliða.
PSG fékk 78,4 milljónir punda fyrir keppnina og Real Madrid, sem tapaði ú undanúrslitum, 66,5 milljónir. Manchester City var slegið út í 16-liða úrslitum en endaði þó með því að hala inn 37,8 milljónir punda.
Athugasemdir