Viðar Örn Kjartansson, sóknarmaður KA, gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina að verið væri að bjóða öðrum félögum starfskrafta hans.
Þeir stuðningsmenn KA sem undirritaður ræddi við á leik FH og KA telja að Viðar hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.
Þeir stuðningsmenn KA sem undirritaður ræddi við á leik FH og KA telja að Viðar hafi leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.
Viðar var ekki í leikmannahópi KA í 5-0 tapinu gegn FH og Hallgrímur Jónasson, þjálfari liðsins, var spurður að því hvort hann gæti farið í glugganum. Hallgrímur svaraði hvorki játandi né neitandi.
„Bara hef ekki hugmynd um það, hann er bara ennþá meiddur aftan í læri," svaraði Hallgrímur.
Viðar er 35 ára og á 31 landsleik á ferilskrá sinni. Miklar væntingar voru gerðar til hans þegar hann kom í fyrra en hann fékk talsverða gagnrýni. Leikur hans batnaði þegar á leið það tímabil. Í ár hefur hann leikið 11 leiki í Bestu deildinni og er ekki kominn með mark.
Athugasemdir