Lamine Yamal, einn besti fótboltamaður heims, hélt upp á 18 ára afmæli sitt með pompi og prakt um helgina. Þetta ungstirni Barcelona á hinsvegar yfir höfði sér málsókn vegna eins af skemmtiatriðum kvöldsins.
Dvergar voru ráðnir til að skemmta í partíinu og nú hafa samtök smávaxins fólks á Spáni tilkynnt að þau ætli að kæra uppákomuna. Sagt er að það sé ólöglegt í landinu að ráða dverga til að skemmta.
Dvergar voru ráðnir til að skemmta í partíinu og nú hafa samtök smávaxins fólks á Spáni tilkynnt að þau ætli að kæra uppákomuna. Sagt er að það sé ólöglegt í landinu að ráða dverga til að skemmta.
„Sýningar eða afþreyingarstarfsemi þar sem fólk með fötlun eða í minnihlutahópum er notað til að vekja háð, háð eða spott frá almenningi á þann hátt sem stríðir gegn virðingu fyrir mannlegri reisn eru bönnuð," segja samtökin.
„Þegar einstaklingur með félagsleg áhrif tekur þátt í slíku er skaðinn enn meiri því hann er fyrirmynd. Við þurfum að fræða fólk um virðingu og jafnrétti.“
Primeras imágenes en exclusiva dentro de la fiesta de cumpleaños de Lamine Yamal. ???? pic.twitter.com/GUoIiX5YTk
— Terreno Viral (@terrenoviral) July 13, 2025
Athugasemdir