Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 10:09
Elvar Geir Magnússon
Dvergar skemmtu í afmæli Yamal og það dregur dilk á eftir sér
Yamal hélt upp á 18 ára afmæli sitt um helgina.
Yamal hélt upp á 18 ára afmæli sitt um helgina.
Mynd: EPA
Lamine Yamal, einn besti fótboltamaður heims, hélt upp á 18 ára afmæli sitt með pompi og prakt um helgina. Þetta ungstirni Barcelona á hinsvegar yfir höfði sér málsókn vegna eins af skemmtiatriðum kvöldsins.

Dvergar voru ráðnir til að skemmta í partíinu og nú hafa samtök smávaxins fólks á Spáni tilkynnt að þau ætli að kæra uppákomuna. Sagt er að það sé ólöglegt í landinu að ráða dverga til að skemmta.

„Sýningar eða afþreyingarstarfsemi þar sem fólk með fötlun eða í minnihlutahópum er notað til að vekja háð, háð eða spott frá almenningi á þann hátt sem stríðir gegn virðingu fyrir mannlegri reisn eru bönnuð," segja samtökin.

„Þegar einstaklingur með félagsleg áhrif tekur þátt í slíku er skaðinn enn meiri því hann er fyrirmynd. Við þurfum að fræða fólk um virðingu og jafnrétti.“


Athugasemdir
banner