Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 10:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FHL bætir við sig tveimur leikmönnum (Staðfest)
Kvenaboltinn
FHL gefst ekki upp.
FHL gefst ekki upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FHL er langneðsta liðið í Bestu deild kvenna og hefur ekki enn náð í stig í sumar, en félagið hefur samt sem áður ekki gefist upp. FHL var nefnilega að bæta við sig tveimur erlendum leikmönnum fyrir seinni hluta tímabilsins.

Þetta eru þær Taylor Hamlett og Isabelle Gilmore sem eru báðar 23 ára gamlar.

Hamlett er 23 ára framherji sem kemur frá Miami Ohio háskólanum. Taylor er leiðtogi inni á vellinum og mun leiða sókn FHL í leikjunum sem eftir er í Bestu deildinni.

Gilmore kemur frá Bowling Green State háskólanum. Hún er 23 ára fjölhæfur varnarmaður og mun styrkja vörn FHL.

Næsti leikur FHL er gegn Val fimmtudaginn 24. júlí.
Athugasemdir
banner