Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mán 14. júlí 2025 09:37
Elvar Geir Magnússon
Palmer gapandi hissa á Trump
Hvað er hann að gera hérna?
Hvað er hann að gera hérna?
Mynd: EPA
Cole Palmer fór á kostum og skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik þegar Chelsea vann Evrópumeistara Paris Saint-Germain 3-0 í úrslitaleik HM félagsliða á MetLife leikvangnum í New Jersey.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var mættur niður á völl eftir leikinn og afhenti verðlaunin. Palmer var gapandi hissa á því að Trump væri með Chelsea í fagnaðarlátunum.

„Ég vissi að hann myndi mæta á leikinn en ég vissi ekki að hann yrði með á sviðinu þegar við lyftum bikarnum. Ég var nokkuð hissa já, þetta var runglingslegt," sagði Palmer við fjölmiðla.

Á myndbandi sést að Palmer virðist alls ekki ánægður með veru Trump á sviðinu og hann segir: 'Hvað er hann að gera hérna?'.


Athugasemdir
banner
banner