Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mið 14. ágúst 2024 22:19
Daníel Darri Arnarsson
Venni: þetta er leikur tveggja hálfleika og við vorum betri í þeim báðum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Mér fannst þetta góð frammistaða allan tíman, þetta er leikur tveggja hálfleika og við vorum betri í þeim báðum". Sagði Sigurvin Ólafsson eftir mikilvægan sigur gegn Gróttu á AVIS-vellinum hér í kvöld.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  1 Grótta

„Raun og veru það sem við óttuðumst mest við Gróttu þó þeim hafi gengið illa þá er þetta vel spilandi lið og sérstaklega hættulegir í föstum leikatriðum og upp úr einu slíku skora þeir og það getur alltaf gerst, maður var svo ekki rólegur fyrir enn að 3-1 var komið þar sem þessi löngu innköst og þessar hornspyrnur eru alltaf hættulegar hjá þeim".

Spurt var út í Jorgen Pettersen og hvað væri langt í að hann yrði aftur heill?

„Ég eiginlega bara veit það ekki og ég held að hann viti það ekki einu sinni sjálfur þetta er náttúrulega höfuðhögg og erfitt að segja afleiðingar þess hvenær hann geti komið sér aftur út á völl".

Gluggadagur var í gær og Þróttarar styrktu sig um 2 leikmenn í þeim glugga Aron Snæ og Unnar stein og Venni var spurður hvort það hafi verið nóg?

„Jájá er mjög ánægður með hópinn minn núna og til framtíðar".

Hægt er að sjá viðtalið hér fyrir ofan í spilaranum.


Athugasemdir
banner