"Mér fannst þetta góð frammistaða allan tíman, þetta er leikur tveggja hálfleika og við vorum betri í þeim báðum". Sagði Sigurvin Ólafsson eftir mikilvægan sigur gegn Gróttu á AVIS-vellinum hér í kvöld.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 - 1 Grótta
„Raun og veru það sem við óttuðumst mest við Gróttu þó þeim hafi gengið illa þá er þetta vel spilandi lið og sérstaklega hættulegir í föstum leikatriðum og upp úr einu slíku skora þeir og það getur alltaf gerst, maður var svo ekki rólegur fyrir enn að 3-1 var komið þar sem þessi löngu innköst og þessar hornspyrnur eru alltaf hættulegar hjá þeim".
Spurt var út í Jorgen Pettersen og hvað væri langt í að hann yrði aftur heill?
„Ég eiginlega bara veit það ekki og ég held að hann viti það ekki einu sinni sjálfur þetta er náttúrulega höfuðhögg og erfitt að segja afleiðingar þess hvenær hann geti komið sér aftur út á völl".
Gluggadagur var í gær og Þróttarar styrktu sig um 2 leikmenn í þeim glugga Aron Snæ og Unnar stein og Venni var spurður hvort það hafi verið nóg?
„Jájá er mjög ánægður með hópinn minn núna og til framtíðar".
Hægt er að sjá viðtalið hér fyrir ofan í spilaranum.