Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 14. september 2017 20:02
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Willum: Geri mér grein fyrir því að 4. sætið er ekki ásættanlegt
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR var ánægður með með sigur sinna manna gegn Breiðablik í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 KR

„Þetta var fjörugur og kröftugur leikur. Við byrjuðum mjög vel. Við vorum staðráðnir í því að svara mjög vondum leik síðast. Svo er auðvitað hitt, okkur langar í Evrópusætið og við erum ekki tilbúnir til þess að gefa það frá okkur og til þess verðum við að vinna rest," sagði Willum.

KR komst í 2-0 en Breiðablik minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik. Willum fór þó ekki yfir um við það.

„Liðin í deildinni, eins og taflan sýnir eru mjög jöfn. Blikar eru hörkulið og vel spilandi lið. Við vorum búnir að vinna í því að brjóta upp þeirra spil. Auðvitað vex þeim ásmeginn við það að horfa bara á eitt mark til þess að jafna leikinn. Auðvitað líður manni ekkert rosalega vel, en þó betur en oft áður."

Sveinn Aron Guðjohnsen sparkaði Óskar Örn Hauksson hressilega niður og vakti það upp reið viðbrögð KR-inga.

„Þetta er bara svona spark aftan í sem vekur viðbrögð. Menn eru í þessu af ástríðu."

Sonur Willums, Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Breiðabliks í kvöld og var þetta því slagur feðga.

„Tilfinningin var ekki góð. Mér fannst þetta vond tilfinning. Fótbolti er mikill hluti af okkar heimilislífi og öll börnin í fótbolta. Mér finnst gaman að spjalla um hlutina og spyrja hvernig gengur. Það var þegjandi samkomulag fyrir þennan leik og það voru engar spurningar og ekkert rætt. Svo auðvitað langar mig að honum gangi sem best."

Willum fór í viðtal við Akraborgina nú á dögunum þar sem hann sagði að það væri ekki alvont að vera í 4. sæti. Vakti það upp mikil viðbrögð stuðningsmanna KR.

„Það er þannig með orðin. Maður þarf að vanda sig. Það verður aldrei ásættanlegt í Vesturbænum. Það var ekki þannig þegar ég var að spila, ekki þegar ég þjálfaði þá síðast, það var ekki þegar ég var að alast upp. Það verður aldrei ásættanlegt og ég geri mér fyllilega grein fyrir því.
Athugasemdir
banner