Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. október 2021 07:53
Brynjar Ingi Erluson
Kostar átta milljónir punda að reka Bruce
Steve Bruce
Steve Bruce
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United þarf að greiða Steve Bruce átta milljónir punda ef félagið ætlar sér að reka hann úr starfi en þetta kemur fram á Sky Sports.

Krónprinssinn í Sádi-Arabíu, Mohamed Bin Salman, eignaðist Newwcastle United á dögunum fyrir 300 milljónir punda og er fyrsta verk félagsins að reka Bruce.

Sky Sports birti frétt á vefsíðu sinni í gær þar sem greint var frá því að það myndi kosta Newcastle átta milljónir punda að losa sig við Bruce.

Newcastle gerði þriggja ára samning við Bruce árið 2019 og gildir út þetta tímabil. Bruce hefur þó greint fjölmiðlum að það sé ekki rétt og að samningurinn sé lengri.

Margir stjórar hafa verið orðaðir við starfið en þar má nefna þá Frank Lampard, Brendan Rodgers og Antonio Conte.
Athugasemdir
banner
banner