mán 14. nóvember 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Hafði aldrei heyrt nafn Rangnick getið áður en hann tók við Man Utd
Ralf Rangnick og Cristiano Ronaldo
Ralf Rangnick og Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er ekki hægt að segja annað en að mikil spenna sé í loftinu fyrir viðtalinu sem breski sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan tók við Cristiano Ronaldo á dögunum en það verður birt í tveimur hlutum á miðvikudag og fimmtudag. Hann talaði meðal annars um Ralf Rangnick, fyrrum bráðabirgðastjóra félagsins.

Ronaldo fór um víðan völl í viðtalinu en hann segir Manchester United hafa svikið sig, vanvirðingu frá Erik ten Hag og svo auðvitað um stjóratíð Ralf Rangnick.

Ole Gunnar Solskjær fékk sparkið snemma á síðasta tímabili og var ákveðið að fá Rangnick til að stýra liðinu út leiktíðina á meðan United leitaði að arftaka hans.

Þjálfaraferill Rangnick er ekki alveg í takt við það sem Manchester United hefur staðið fyrir en þó hann hafði þjálfað mörg lið á ferlinum þá virkaði þessi ráðning undarleg.

Rangnick hefur síðustu ár verið mest megnis á bakvið tjöldin og unnið sem yfirmaður á þróunarsviði hjá Red Bull þar sem hann hefur séð til þess að lið á vegum fyrirtækisins séu að framleiða framtíðarfótboltamenn.

Ronaldo var óánægður með æfingarnar hjá Rangnick. Mikið var rætt og ritað um það mál, en Ronaldo sagði í viðtali við Morgan að hann hafði aldrei heyrt nafn hans getið áður en hann tók við United.

„Eftir að Ole Gunnar var rekinn þá fá þeir Ralf Rangnick, sem hefur verið yfirmaður íþróttamála, sem er eitthvað sem enginn skilur. Þessi gaur er ekki einu sinni þjálfari. Það kom ekki bara mér á óvart að stórt félag eins og Manchester United hafi ráðið hann, heldur öllum heiminum.

„Ef þú ert ekki einu sinni þjálfari, hvernig stendur á því að þú sért að taka við Manchester United? Ég hafði aldrei heyrt nafn hans getið,“ sagði Ronaldo við Morgan.

Sjá einnig:
Hætti við að fara til Man City eftir símtal frá Ferguson
Man Utd ætlar ekki að tjá sig um Ronaldo í kvöld
Carragher: 99 prósent af stuðningsfólki Man Utd mun styðja Ten Hag
Öfundsjúkur Rooney - „Ætla ekki að segja að ég líti betur en hann en það er samt sannleikurinn
Ronaldo opnar sig í viðtali við Piers Morgan: Man Utd sveik mig og gerði mig að svörtum sauð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner