Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 15. janúar 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Bruce tekur sökina á sig: Margir sem vildu ekki að ég fengi starfið
Steve Bruce, stjóri Newcastle.
Steve Bruce, stjóri Newcastle.
Mynd: Getty Images
Allan Saint-Maximin er að snúa aftur.
Allan Saint-Maximin er að snúa aftur.
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur vegnað illa í síðustu leikjum og sigið niður töfluna í ensku úrvalsdeildinni. Á þriðjudag varð liðið það fyrsta í deildinni til að tapa gegn Sheffield United.

Spjótin beinast að knattspyrnustjóranum Steve Bruce sem segist taka á sig sökina, hann hafi einfaldlega valið rangt lið í leiknum gegn Sheffield.

„Þetta var óásættanlegt og eitthvað sem ég þarf að skoða enn betur. Ég valdi rangt lið og ég þarf að standa fyrir framan ykkur og viðurkenna það, frammistaðan var alls ekki nægilega góð," sagði Bruce á fréttamannafundi í dag.

Mæta Arsenal á mánudag
Bruce finnur fyrir pressunni en margir stuðningsmenn Newcastle hafa látíð óánægju sína með hann í ljós á samfélagsmiðlum.

„Ég þarf að sætta mig við það sem sagt er. Þetta var persónulegt frá fyrsta degi eftir að ég tók við starfinu. Margir voru á þeirri skoðun að ég ætti ekki að fá þetta starf."

Newcastle er í 15. sæti, sjö stigum fyrir ofan fallsæti. Er Newcastle í fallbaráttu?

„Öll lið sem eru í neðri helmingnum hugsa um að tryggja öryggi sitt eins fljótt og hægt er. Við erum á slæmi skriði en við gefumst ekki upp og ætlum að lagfæra hlutina," segir Bruce.

Newcastle heimsækir Arsenal á mánudagskvöld. Jamal Lewis gæti spilað þann leik fyrir Newcastle og þá er Allan Saint-Maximin að snúa aftur til æfinga eftir meiðsli en hann hefur verið frá í töluverðan tíma.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner