Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
banner
   mið 15. maí 2019 22:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Kristjáns: Ekki gott ef hann hefur misst stjórn á sér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég óska Skagamönnum til hamingju. Þeirra leikplan gekk betur upp en okkar. Það eru vonbrigði að við skyldum ekki gera betur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir 2-0 tap gegn ÍA á útivelli í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  0 FH

„Það sem við gerðum ekki nógu vel í fyrri hálfleik er að það vantaði tempó á boltaflutning hjá okkur. Við fórum inn í svæðin þar sem þeir voru þéttastir. Mér fannst það lagast í seinni hálfleik og við eiga betri kafla."

„Þegar forystan varð 2-0 þá varð það erfiðara fyrir okkur. Við gáfumst ekki upp. Þetta var verðskuldaður Skagasigur."

Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að kalla aðstoðardómara „þroskaheftan".

„Það er ekki gott ef hann hefur misst stjórn á sér og fengið rautt spjald. Við getum ekki hagað okkur þannig að við skiljum liðsfélagana eftir í erfiðum málum. Ég treysti því að Pétur dómari hafi tekið rétta ákvörðun. Ég er ósáttur við það að Pétur Viðarsson hafi freistast til þess að gefa honum færi á að gefa sér rautt spjald."

Það eru nokkrir tímar eftir af félagaskiptaglugganum. Óli segist vera með símann opinn.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner