Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. maí 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Umboðsmaður Ronaldo: Hann fer ekki til Sporting
Cristiano Ronaldo fer ekki til Sporting
Cristiano Ronaldo fer ekki til Sporting
Mynd: Getty Images
Jorge Mendes, umboðsmaður Cristiano Ronaldo, hefur útilokað þann möguleika á að leikmaðurinn snúi aftur til Sporting Lisbon fyrir næstu leiktíð.

Portúgalska stjarnan á aðeins eitt ár eftir af samningnum við Juventus og er talið afar ólíklegt að hann framlengi við félagið.

Ronaldo vill þá spila í Meistaradeild Evrópu en Juventus er í baráttu um Meistaradeildarsæti sem stendur. Napoli er einu stigi fyrir ofan þá þegar tveir leikir eru eftir.

Hann hefur verið orðaður við bæði Manchester United og Sporting Lisbon en móðir Cristiano sagðist ætla að sannfæra son sinn um að koma aftur til Sporting.

Mendes segir það ekki í kortunum hjá Ronaldo að spila með Sporting á næstu leiktíð.

„Cristiano er stoltur af Sporting fyrir að vinna titilinn og hann hefur þegar sagt frá því á samfélagsmiðlum en það er ekki í plönunum hjá honum að spila í Portúgal," sagði Mendes.
Athugasemdir
banner
banner
banner