Arsenal hefur áhuga á Barcola - Mbeumo færist nær Man Utd - Konate hafnaði tilboði Liverpool
Konni: Menn þreyttir eftir síðasta leik
Jón Óli bjóst við að vera í efstu þremur sætunum
Sigurður Egill: Mjög ánægður og stoltur með það
Túfa um Patrick Pedersen: Hann þarf að hlusta meira á mig
Sigurjón Rúnarsson: Aldrei víti segir nýútskrifaði fasteignasalinn
Óskar Hrafn skýtur á Túfa: Gerðu enga tilraun að spila fótbolta
Dóri Árna: 11 manna blokk og sparkað í menn frá fyrstu mínútu
Láki: Þetta var mjög skrítinn leikur
Maggi: Ef þú ferð að einbeita þér að töflunni þá fer allt í köku
Rúnar Kristins: Hann hendir sér niður og tryggir liðinu sínu stig
Alex Freyr: Vonsvikinn með eigin frammistöðu og liðsins
Mosfellingar létu vel í sér heyra í Eyjum - „Besti bærinn á jörðinni"
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
   fim 15. maí 2025 14:58
Hilmar Jökull Stefánsson
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Tveir af Stjörnumönnunum sem skoruðu í vítaspyrnukeppninni í gær. Daníel Finns og Baldur Logi.
Tveir af Stjörnumönnunum sem skoruðu í vítaspyrnukeppninni í gær. Daníel Finns og Baldur Logi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan og Kári mættust í Akraneshöllinni í gærkvöldi, en leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir 90 mínútur og staðan var ennþá jöfn, 2-2, að framlengingu lokinni.

Þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Bestu-deildar lið Stjörnunnar hafði betur gegn nýliðunum í 2. deild, þar sem Árni Snær Ólafsson varði tvær af þremur spyrnum Káramanna á meðan að Garðbæingar skoruðu úr öllum sínum spyrnum og Stjarnan því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit á föstudaginn næstkomandi.


Lestu um leikinn: Kári 3 -  6 Stjarnan

Fótbolti.net fangaði síðasta víti vítaspyrnukeppninnar á filmu og hægt er að sjá það í spilaranum hér að ofan ásamt stemningunni sem beið Káramanna þegar leiknum lauk. Þeirra strákar fengu allt það lof sem þeir áttu skilið frá þeim fjölmörgu stuðningsmönnum Kára sem mættu í Akraneshöllina í gærkvöldi en liðið var stutt áfram allan leikinn. 

Alexander Aron Davorsson, einn þriggja þjálfara Kára, hafði þetta að segja að leikslokum:

Ég held bara að þegar að lið verður að liði og margir einstaklingar leggja sig saman að ná einhverju markmiði að þá geturu gert allt og það er bara þannig. Það sem gerist hérna í Kára, strákar með núll krónur, bara passion og líka bara hvernig þeir spiluðu leikinn. Frammistaðan var bara fáránlega góð og ég er bara hrikalega stoltur af leikmönnunum og umgjörðinni, bæjarfélaginu og öllum sem komu að leiknum, bara frábært."

Lestu einnig:


Athugasemdir
banner
banner