Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mið 15. júní 2022 00:11
Ingi Snær Karlsson
Nik Chamberlain: Sneri mér við og sagði 'F-off'
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að þetta sé einn af þeim leikjum sem við getum horft og sagt, við vorum ekki mættar." sagði Nik Chamberlain eftir 0-3 tap gegn Breiðablik í Bestu-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  3 Breiðablik

„Við vorum að reyna en hlutirnir voru ekki að ganga upp og Breiðablik voru betri en við. Við vorum ekki að hjálpa okkur. Við vorum frekar slakar í dag."

Nik fékk rautt spjald í byrjun seinni hálfleiks og hafði þetta að segja um málið:

„Murphy fékk gult spjald fyrir að vera sein sem var réttlætanlegt. Þær taka síðan seina tæklingu á miðjunni og gerðu það nokkrum sinnum síðar líka. Ég fór að línuverðinum og spurði hver munurinn væri. Hann sagði að þetta hafði ekki verið sein tækling þannig ég sneri mér við og sagði F-off. Hann tók því þannig að ég hafi beint því að honum. Ég skil vel að KSÍ vilji taka hart á málum í boðvangnum. Ég beindi þessu alls ekki að honum, viðbrögðin voru of harkaleg."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan (Tekið á ensku)
Athugasemdir
banner