Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 15. ágúst 2019 20:42
Daníel Smári Magnússon
Donni: Mikilvægt að einbeita sér að framtíðinni
Hálfleiksræða Donna skilaði sínu.
Hálfleiksræða Donna skilaði sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Það þarf alltaf að hafa fyrir hlutunum á móti Keflavík og á móti öllum liðum auðvitað. Keflavík er með hörkulið, þar eru með flott varnarskipulag og eru mjög sterkar í föstum leikatriðum, það er erfitt við þær að eiga. Mér fannst við klára þetta frábærlega í seinni hálfleik og sigldum þessu bara nokkuð örugglega heim fannst mér.'' sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þór/KA eftir 3-1 sigur á Keflavík í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Keflavík

„Við sáum veikleika í þeirra leik, sem að gerðust af og til í fyrri hálfleik líka. Þær voru svolítið margar miðsvæðis og það gaf okkur mikinn tíma á köntunum og við ákváðum að breyta því, notuðum meira vængina, skoruðum eftir fyrirgjafir og töluðum svolítið um föstu leikatriðin,'' sagði Donni þegar hann var spurður um hvað hefði verið rætt í hálfleik. Það skilaði sér í tveimur góðum skallamörkum frá fyrirliðanum, Örnu Sif Ásgrímsdóttur.

Bilið í efstu liðin tvö, Val og Breiðablik er orðið of breitt, svo að Þór/KA getur best náð þriðja sætinu í deildinni, Donni segir að það sé mikilvægt að ná því - en einnig að huga að framtíðinni: „Já, klárlega. Við reynum að enda eins ofarlega og hægt er, en hinsvegar er líka mikilvægt að einbeita sér að framtíðinni aðeins og bæði að gefa einhverjum af þessum leikmönnum tækifæri og líka bara að vinna aðeins inní framtíðina.''

Einhverjar sögusagnir hafa verið um að Donni sé á leið út fyrir landsteinana eftir tímabilið. Hann taldi ekki tímabært að tjá sig um það.

„Nei, það er ekki tímabært að fara að gera það núna. Ég er búinn með minn samning eftir tímabilið og það verður bara að koma í ljós hvað gerist þá.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner