Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 15. ágúst 2020 19:04
Magnús Þór Jónsson
Heimir: Við vorum slakir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Heimis Guðjónssonar náðu 5 stiga forskoti í PepsiMax-deildinni í dag með 1-0 sigri á KA.

"Þetta var heppnismark sem við fengum og gott að komast yfir en við spiluðum ekki vel.  Boltinn gekk of hægt og varnarlega vorum við of langt frá mönnunum okkar og ekki nógu gott skipulag."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 KA

Heimir hrósaði mótherjum sínum í dag.

"Við vorum að spila á móti vel skipulögðu liði KA sem hefur tekið miklum framförum eftir að Addi tók við þeim og náð m.a. jafntefli við bæði KR og FH svo við erum sáttir með þessi þrjú stig.

Við vorum hundfúlir með varnarleikinn í hálfleik og hann var aðeins betri í seinni hálfleik en það má enn bæta hann."


Finnst Heimi þetta start og stopp til skiptis vera að marka boltann?

"Það tekur tíma að venjast þessu, það eru engir áhorfendur og reglugerðir sem eru að fara eftir.  Valsliðið ekki spilað í 18 daga og það tekur tíma að komast í gírinn".

Það var hávaði á Hlíðarenda eftir tap við Skaganum og nú eru Valsmenn með 5 stiga forskot eftir 16 stig af 18 mögulegum síðan. Þessi staða hlýtur að vera býsna gleðileg?

"Við tökum einn leik í einu, tökum þessi 3 stig og höldum áfram.  Við erum á toppnum núna þar sem allir vilja vera".

Ætla Valsmenn að styrkja hópinn í glugganum.

"Casper er að koma vel inn á æfingunum, við bindum miklar vonir við hann. Erum ánægðir með hópinn og reiknum ekki með frekari styrkingum."

Nánar er rætt við Heimi í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner