Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 15. ágúst 2020 19:04
Magnús Þór Jónsson
Heimir: Við vorum slakir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Heimis Guðjónssonar náðu 5 stiga forskoti í PepsiMax-deildinni í dag með 1-0 sigri á KA.

"Þetta var heppnismark sem við fengum og gott að komast yfir en við spiluðum ekki vel.  Boltinn gekk of hægt og varnarlega vorum við of langt frá mönnunum okkar og ekki nógu gott skipulag."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 KA

Heimir hrósaði mótherjum sínum í dag.

"Við vorum að spila á móti vel skipulögðu liði KA sem hefur tekið miklum framförum eftir að Addi tók við þeim og náð m.a. jafntefli við bæði KR og FH svo við erum sáttir með þessi þrjú stig.

Við vorum hundfúlir með varnarleikinn í hálfleik og hann var aðeins betri í seinni hálfleik en það má enn bæta hann."


Finnst Heimi þetta start og stopp til skiptis vera að marka boltann?

"Það tekur tíma að venjast þessu, það eru engir áhorfendur og reglugerðir sem eru að fara eftir.  Valsliðið ekki spilað í 18 daga og það tekur tíma að komast í gírinn".

Það var hávaði á Hlíðarenda eftir tap við Skaganum og nú eru Valsmenn með 5 stiga forskot eftir 16 stig af 18 mögulegum síðan. Þessi staða hlýtur að vera býsna gleðileg?

"Við tökum einn leik í einu, tökum þessi 3 stig og höldum áfram.  Við erum á toppnum núna þar sem allir vilja vera".

Ætla Valsmenn að styrkja hópinn í glugganum.

"Casper er að koma vel inn á æfingunum, við bindum miklar vonir við hann. Erum ánægðir með hópinn og reiknum ekki með frekari styrkingum."

Nánar er rætt við Heimi í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir