Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   þri 15. október 2019 12:33
Magnús Már Einarsson
Óli Skúla: Sá enga ástæðu til að taka ekki annað tímabil
Nýtt þjálfarateymi Fylkis
Nýtt þjálfarateymi Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis en hann mun starfa með aðalþjálfurunum Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Stígssyni. Ólafur Ingi verður spilandi aðstoðarþjálfari.

„Ég var að velta minni framtíð fyrir mér, hvort ég ætlaði að spila annað tímabil eða ekki. Ég var á þeirri skoðun að gera það. Þegar var ákveðið að fara í Óla og Ata heyrðu þeir í mér og spurðu hvort ég væri til í að vera með í því teymi. Mér líst mjög vel á það," sagði Ólafur Ingi við Fótbolta.net eftir undirskrift í dag.

Íhugaði að hætta að spila
Ólafur Ingi er 36 ára og hann ætlar að spila að minnsta kosti eit tímabil í viðbót. „Fyrir þetta tímabil var ég jafnvel á því að þetta yrði síðasta árið. Líkaminn er heill og andlega þyrstir mig í að spila fótbolta. Þess vegna sá ég enga ástæðu til að taka ekki annað tímabil," sagði Ólafur Ingi en hvernig verður hlutverk hans í þjálfuninni?

„Ég verð aðstoðarþjálfari og kannski meira bakvið tjöldin í að greina mótherja. Síðan verð ég í mikili tengingu við yngri flokkana og sérstaklega 2, 3 og 4. flokk. Ég verð með aukaæfingar þegar líða tekur á sumarið. Ég verð þessi tenging á milli yngri flokka og meistaraflokks."

Ekki klárt í september
Helgi Sigurðsson hefur þjálfað Fylki í þrjú ár en tilkynnt var í september að hann yrði ekki áfram í Árbænum. Strax fóru af stað sögur um að Ólafur Ingi yrði í þjálfarateyminu en hann segir það ekki hafa legið fyrir þá.

„Nei, langt því frá. Ég er Fylkismaður og orðinn þetta gamall. Ég hef verið að safna þjálfaragráðum og langar að takast á við þetta. Ég hafði hugsað það lengra í framtíðinni. Af því að teymið er svo sterkt og við erum með tvo aðalþjálfara þá er þetta kannski góður tímapunktur til að finna smjörþefinn af þessu."

Ólafur Ingi hefur verið fyrirliði Fylkis síðan hann koma aftur til félagsins um sitt sumar 2018. Hann lætur nú af þeim störfum.

„Ég hugsa að það væri hálf kjánalegt að vera inni í þjálfarateymi, vera fyrirliði og taka víti og aukspyrnur. Við ræðum þessa hluti. Ég á ekki von á að vera fyrirliði áfram," sagði Ólafur Ingi að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner