Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   þri 15. október 2019 12:33
Magnús Már Einarsson
Óli Skúla: Sá enga ástæðu til að taka ekki annað tímabil
Nýtt þjálfarateymi Fylkis
Nýtt þjálfarateymi Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis en hann mun starfa með aðalþjálfurunum Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Stígssyni. Ólafur Ingi verður spilandi aðstoðarþjálfari.

„Ég var að velta minni framtíð fyrir mér, hvort ég ætlaði að spila annað tímabil eða ekki. Ég var á þeirri skoðun að gera það. Þegar var ákveðið að fara í Óla og Ata heyrðu þeir í mér og spurðu hvort ég væri til í að vera með í því teymi. Mér líst mjög vel á það," sagði Ólafur Ingi við Fótbolta.net eftir undirskrift í dag.

Íhugaði að hætta að spila
Ólafur Ingi er 36 ára og hann ætlar að spila að minnsta kosti eit tímabil í viðbót. „Fyrir þetta tímabil var ég jafnvel á því að þetta yrði síðasta árið. Líkaminn er heill og andlega þyrstir mig í að spila fótbolta. Þess vegna sá ég enga ástæðu til að taka ekki annað tímabil," sagði Ólafur Ingi en hvernig verður hlutverk hans í þjálfuninni?

„Ég verð aðstoðarþjálfari og kannski meira bakvið tjöldin í að greina mótherja. Síðan verð ég í mikili tengingu við yngri flokkana og sérstaklega 2, 3 og 4. flokk. Ég verð með aukaæfingar þegar líða tekur á sumarið. Ég verð þessi tenging á milli yngri flokka og meistaraflokks."

Ekki klárt í september
Helgi Sigurðsson hefur þjálfað Fylki í þrjú ár en tilkynnt var í september að hann yrði ekki áfram í Árbænum. Strax fóru af stað sögur um að Ólafur Ingi yrði í þjálfarateyminu en hann segir það ekki hafa legið fyrir þá.

„Nei, langt því frá. Ég er Fylkismaður og orðinn þetta gamall. Ég hef verið að safna þjálfaragráðum og langar að takast á við þetta. Ég hafði hugsað það lengra í framtíðinni. Af því að teymið er svo sterkt og við erum með tvo aðalþjálfara þá er þetta kannski góður tímapunktur til að finna smjörþefinn af þessu."

Ólafur Ingi hefur verið fyrirliði Fylkis síðan hann koma aftur til félagsins um sitt sumar 2018. Hann lætur nú af þeim störfum.

„Ég hugsa að það væri hálf kjánalegt að vera inni í þjálfarateymi, vera fyrirliði og taka víti og aukspyrnur. Við ræðum þessa hluti. Ég á ekki von á að vera fyrirliði áfram," sagði Ólafur Ingi að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner