Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   þri 15. október 2019 12:33
Magnús Már Einarsson
Óli Skúla: Sá enga ástæðu til að taka ekki annað tímabil
Nýtt þjálfarateymi Fylkis
Nýtt þjálfarateymi Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis en hann mun starfa með aðalþjálfurunum Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Stígssyni. Ólafur Ingi verður spilandi aðstoðarþjálfari.

„Ég var að velta minni framtíð fyrir mér, hvort ég ætlaði að spila annað tímabil eða ekki. Ég var á þeirri skoðun að gera það. Þegar var ákveðið að fara í Óla og Ata heyrðu þeir í mér og spurðu hvort ég væri til í að vera með í því teymi. Mér líst mjög vel á það," sagði Ólafur Ingi við Fótbolta.net eftir undirskrift í dag.

Íhugaði að hætta að spila
Ólafur Ingi er 36 ára og hann ætlar að spila að minnsta kosti eit tímabil í viðbót. „Fyrir þetta tímabil var ég jafnvel á því að þetta yrði síðasta árið. Líkaminn er heill og andlega þyrstir mig í að spila fótbolta. Þess vegna sá ég enga ástæðu til að taka ekki annað tímabil," sagði Ólafur Ingi en hvernig verður hlutverk hans í þjálfuninni?

„Ég verð aðstoðarþjálfari og kannski meira bakvið tjöldin í að greina mótherja. Síðan verð ég í mikili tengingu við yngri flokkana og sérstaklega 2, 3 og 4. flokk. Ég verð með aukaæfingar þegar líða tekur á sumarið. Ég verð þessi tenging á milli yngri flokka og meistaraflokks."

Ekki klárt í september
Helgi Sigurðsson hefur þjálfað Fylki í þrjú ár en tilkynnt var í september að hann yrði ekki áfram í Árbænum. Strax fóru af stað sögur um að Ólafur Ingi yrði í þjálfarateyminu en hann segir það ekki hafa legið fyrir þá.

„Nei, langt því frá. Ég er Fylkismaður og orðinn þetta gamall. Ég hef verið að safna þjálfaragráðum og langar að takast á við þetta. Ég hafði hugsað það lengra í framtíðinni. Af því að teymið er svo sterkt og við erum með tvo aðalþjálfara þá er þetta kannski góður tímapunktur til að finna smjörþefinn af þessu."

Ólafur Ingi hefur verið fyrirliði Fylkis síðan hann koma aftur til félagsins um sitt sumar 2018. Hann lætur nú af þeim störfum.

„Ég hugsa að það væri hálf kjánalegt að vera inni í þjálfarateymi, vera fyrirliði og taka víti og aukspyrnur. Við ræðum þessa hluti. Ég á ekki von á að vera fyrirliði áfram," sagði Ólafur Ingi að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner