Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   þri 15. október 2019 12:33
Magnús Már Einarsson
Óli Skúla: Sá enga ástæðu til að taka ekki annað tímabil
Nýtt þjálfarateymi Fylkis
Nýtt þjálfarateymi Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis en hann mun starfa með aðalþjálfurunum Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Stígssyni. Ólafur Ingi verður spilandi aðstoðarþjálfari.

„Ég var að velta minni framtíð fyrir mér, hvort ég ætlaði að spila annað tímabil eða ekki. Ég var á þeirri skoðun að gera það. Þegar var ákveðið að fara í Óla og Ata heyrðu þeir í mér og spurðu hvort ég væri til í að vera með í því teymi. Mér líst mjög vel á það," sagði Ólafur Ingi við Fótbolta.net eftir undirskrift í dag.

Íhugaði að hætta að spila
Ólafur Ingi er 36 ára og hann ætlar að spila að minnsta kosti eit tímabil í viðbót. „Fyrir þetta tímabil var ég jafnvel á því að þetta yrði síðasta árið. Líkaminn er heill og andlega þyrstir mig í að spila fótbolta. Þess vegna sá ég enga ástæðu til að taka ekki annað tímabil," sagði Ólafur Ingi en hvernig verður hlutverk hans í þjálfuninni?

„Ég verð aðstoðarþjálfari og kannski meira bakvið tjöldin í að greina mótherja. Síðan verð ég í mikili tengingu við yngri flokkana og sérstaklega 2, 3 og 4. flokk. Ég verð með aukaæfingar þegar líða tekur á sumarið. Ég verð þessi tenging á milli yngri flokka og meistaraflokks."

Ekki klárt í september
Helgi Sigurðsson hefur þjálfað Fylki í þrjú ár en tilkynnt var í september að hann yrði ekki áfram í Árbænum. Strax fóru af stað sögur um að Ólafur Ingi yrði í þjálfarateyminu en hann segir það ekki hafa legið fyrir þá.

„Nei, langt því frá. Ég er Fylkismaður og orðinn þetta gamall. Ég hef verið að safna þjálfaragráðum og langar að takast á við þetta. Ég hafði hugsað það lengra í framtíðinni. Af því að teymið er svo sterkt og við erum með tvo aðalþjálfara þá er þetta kannski góður tímapunktur til að finna smjörþefinn af þessu."

Ólafur Ingi hefur verið fyrirliði Fylkis síðan hann koma aftur til félagsins um sitt sumar 2018. Hann lætur nú af þeim störfum.

„Ég hugsa að það væri hálf kjánalegt að vera inni í þjálfarateymi, vera fyrirliði og taka víti og aukspyrnur. Við ræðum þessa hluti. Ég á ekki von á að vera fyrirliði áfram," sagði Ólafur Ingi að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner