Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 16. janúar 2020 11:40
Magnús Már Einarsson
Soumare sagður velja á milli Chelsea og Man Utd
Boubakary Soumare, miðjumaður Lille, mun annað hvort ganga í raðir Manchester United eða Chelsea í þessum mánuði.

Arsenal, Real Madrid og Valencia voru einnig á höttunum á eftir Soumare en samkvæmt frétt Sky eru þau nú úr myndinni.

Valið stendur því á milli Manchester United og Chelsea.

Hinn tvítugi Soumare hefur spilað 23 leiki á tímabilinu og vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu.

Soumare er miðjumaður með mikla hlaupagetu en hann mun ákveða framtíð sína á næstu dögum.
Athugasemdir
banner