Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 16. janúar 2022 21:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Tveggja stiga forskot Inter - Sigur hjá Mourinho
Lærisveinar Mourinho komust aftur á sigurbraut.
Lærisveinar Mourinho komust aftur á sigurbraut.
Mynd: EPA
Lærisveinar Jose Mourinho í Roma hafa átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið en þeir komust aftur á sigurbraut er þeir tóku á móti Cagliari í kvöld.

Roma hafði tapað tveimur í röð og ekki unnið í síðustu þremur leikjum sínum, fyrir leikinn gegn Cagliari.

Þeim tókst hins vegar að landa sigri gegn Cagliari. Sigurinn var þó ekki mjög sannfærandi, en sigur er sigur. Eina markið kom af vítapunktinum og var það Sergio Oliveira sem skoraði eftir rúmlega hálftíma leik.

Atalanta og Inter áttust einnig við í Serie A og þar var niðurstaðan markalaust jafntefli. Inter var meira með boltann en liðin áttu svipað margar marktilraunir; jafntefli eflaust sanngjörn niðurstaða.

Inter er á toppnum með tveimur stigum meira en nágrannarnir í AC Milan. Atalanta er í fjórða sæti, Roma er í sjötta sæti og Cagliari situr í 18. sæti.

Atalanta 0 - 0 Inter

Roma 1 - 0 Cagliari
1-0 Sergio Oliveira ('33 , víti)

Önnur úrslit:
Ítalía: Barak heitur gegn Sassuolo - Nani kynnti sig með stoðsendingu
Athugasemdir
banner
banner