sun 16. janúar 2022 23:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðið aldrei verið eins spennandi
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir áritar.
Alexandra Jóhannsdóttir áritar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helena Ólafsdóttir, fyrrum landsliðsþjálfari, segir að íslenska kvennalandsliðið hafi aldrei verið eins spennandi og núna.

Það er stórt ár framundan hjá liðinu þar sem það mun taka þátt á EM í Englandi næsta sumar.

Helena, sem hefur verið að gera það gott sem þáttastýra í sjónvarpi, var gestur í Heimavellinum á dögunum þar sem hún ræddi meðal annars um landsliðið.

„Ég held að ég geti sagt að mér hafi aldrei fundist landsliðið aldrei meira spennandi eins og akkúrat núna," sagði Helena.

Áhuginn á liðinu er mikill. Helena tók eftir því þegar hún fór á landsleik á síðasta ári hversu miklar fyrirmyndir leikmennirnir eru fyrir unga krakka.

„Ég var áhorfandi... það var virkilega notalegt. Sveindís (Jane Jónsdóttir) var tekin út af og hún þarf að ganga hálfan völlinn, hún fer út af fjær aðalstúkunni. Þegar hún gengur fram hjá stúkunni þá rísa margar ungar stelpur upp. Ég hef aldrei séð þetta. Eflaust hefur þetta gerst áður, en ég hef ekki verið á þessum stað. Það var rosalega gaman að sjá hvað hún var stór fyrir þessa ungu leikmenn. Þetta er augnablik sem maður gleymir ekki," sagði Helena.

„Eftir þessa leiki - þegar leikurinn kláraðist - þá voru krakkar - líka strákar - að fara þarna niður með takkaskóna og alls konar til að láta leikmennina árita. Þetta var ekkert svona áður fyrr," sagði Hulda Mýrdal.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér fyrir neðan.
Heimavöllurinn - NÝÁRSBOMBAN: Hápunktar ársins og góðir gestir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner