fös 16. apríl 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi fær frábæra dóma
Gylfi og James Rodriguez.
Gylfi og James Rodriguez.
Mynd: Getty Images
Harry Kane skoraði einnig tvennu.
Harry Kane skoraði einnig tvennu.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik fyrir Everton gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hann fær hæstu einkunn hjá staðarmiðlinum Liverpool Echo. Hann, James Rodriguez og Allan fá allir átta fyrir frammistöðu sína.

„Skoraði af öryggi af vítapunktinum eftir að hafa átt sendinguna í aðdraganda spyrnunnar. Hefði getað átt stoðsendingu nokkrum mínútum síðar eftir frábæra sendingu á Rodriguez. Kórónaði frammistöðu sína með frábæru öðru marki," segir í umsögn um Gylfa.

Hjá Sky Sports fær hann einnig átta en það er hæsta hjá leikmanni Everton. Gylfi var ekki maður leiksins að mati Sky Sports, það var Harry Kane sem skoraði einnig tvennu í leiknum.

Einkunnir Sky Sports

Everton: Pickford (6), Holgate (5), Keane (5), Godfrey (6), Digne (7), Davies (6), Allan (6), Sigurdsson (8), Iwobi (5), James (7), Richarlison (6).

Varamenn: Coleman (7), King (6).

Tottenham: Lloris (7), Aurier (6), Dier (5), Alderweireld (6), Rodon (5), Reguilon (6), Sissoko (5), Ndombele (5), Hojbjerg (6), Son (6), Kane (8).

Varamenn: Lamela (6), Moura (5), Alli (n/a).

Maður leiksins: Harry Kane.
Athugasemdir
banner
banner
banner