Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   sun 16. júní 2019 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir gera boli #FyrirFanney - sjáðu myndbandið
Mynd: Kórdrengir
Það má segja að metnaður Kórdrengja liggur ekki einungis á vellinum, en í dag birtu þeir tilkynningu þess efnis að þeir hafa hafið styrktarsöfnun fyrir #fyrirfanney málefnið.

Tilkynningin var metnaðarfull eins og Kórdrengjum er einum lagið, þar sem liðið auglýsir stuttermaboli í dramatísku myndbandi ásamt Reyni snappara.

Myndbandið má sjá hér að ofan.

Eins og kunnugt er, þá er fjáröflunin #fyrirfanney til styrktar Fanney Eiríksdóttur, 32 ára, sem greindist með krabbamein fyrir tæpu ári síðan, þegar hún var gengin tæpar 20 vikur með son sinn og hefur hún undirgengst fjölda meðferða til þess að sigra meinið.

Fanney liggur á líknadeild Kópavogs en hjá henni er engin uppgjöf og heldur áfram að berjast fyrir lífi sínu.

Kórdrengir hafa látið sérútbúa boli sem hægt er að kaupa til styrktar Fanney og rennur allur ágóði af sölunni til Fanneyjar og fjölskyldu. Bolirnir kosta litlar 2.500 krónur og fást í öllum stærðum, hvítu og svörtu og merktir bæði Kórdrengjum og #fyrirfanney.

Í samráði við styrktaraðila Kórdrengja verður hægt að nálgast bolina á bílasölunni Diesel við Klettháls 15 og Prikið á Laugarvegi.
Athugasemdir
banner