Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mið 16. júní 2021 17:30
Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli bestur í fyrsta þriðjung - Lið hefðu getað ruglað í mér
Sævar Atli með Bose Quiet Comfort heyranatappana sem Origo gaf honum fyrir að vera bestur í fyrsta þriðjung.
Sævar Atli með Bose Quiet Comfort heyranatappana sem Origo gaf honum fyrir að vera bestur í fyrsta þriðjung.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leikinn gegn Stjörnunni
Fyrir leikinn gegn Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég bjóst ekki við þessu fyrir mót að ég myndi vera talinn með frábærum leikmönnum, Brynjari, Hallgrími Mar og Kára Árnasyni," sagði Sævar Atli Magnússon leikmaður Leiknis sem lesendur Fótbolta.net kusu leikmann fyrsta þriðjungs í Pepsi Max-deildinni.

Kosningin - 5041 atkvæði:
Sævar Atli (Leiknir) - 29,16%
Brynjar Ingi (KA) - 27,79%
Kári Árnason (Víkingur) - 23,31%
Hallgrímur Mar (KA) - 19,74%

Sævar Atli fékk gjöf frá Origo fyrir útnefninguna, Bose Quiet Comfort Earbuds, sem eru þráðlausir noise cancelling heyrnartappar.

Hann hefur alla sína tíð verið hjá Leikni en spilar nú fyrsta tímabil sitt í efstu deild.

„Tempóið í deildinni getur verið virkilega mikið og leikirnir eru hraðir sem er eitthvað sem ég bjóst ekki við. Gæði leikmanna eru mjög mikil," sagði hann en Leiknir hefur komið á óvart í sumar, er í 7. sæti með 8 stig eftir 8 leiki.

„Það kom örugglega mörgum á óvart en ekki okkur. Við bjuggumst við að vera spáð falli en erum með marga gæða leikmenn og okkur hefur gengið vel. Það er samt svekkjandi að vera ekki með fleiri stig því við misstum niður leiki gegn Stjörnunni og Breiðablik og Valsleikurinn er mjög svekkjandi líka."

Viðtalið við Sævar Atla má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Hann samdi við Breiðablik fyrir tímabilið en klárar árið hjá Leikni og ræddi það í viðtalinu.

„Það hefur ekki haft nein áhrif, ég hef alltaf verið í Leikni og þekki ekki neitt annað. Besta lendingin var að klára þetta fyrir mót og vera ekki með lausan samning. Þá gætu lið farið að tala við mig og rugla í mér. Þetta var góð niðurstaða og hefur ekki haft nein áhrif á mig ennþá."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan
Athugasemdir