Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
   sun 16. júní 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
EM í dag - England mætir til leiks gegn Serbíu
Mynd: EPA
Evrópumótið í Þýskalandi er farið af stað með miklum látum þar sem 16 mörk hafa verið skoruð í fjórum fyrstu leikjum mótsins.

Það eru þrír leikir á dagskrá í dag, þar sem Pólland mætir Hollandi í fyrsta leik D-riðils.

Seinna um daginn eiga frændur okkar frá Danmörku leik við Slóveníu í C-riðli, áður en stjörnum prýtt lið Englands mætir til leiks gegn Dusan Vlahovic og félögum í Serbíu.

Englendingar þurfa að mæta grimmir til leiks eftir óvænt tap gegn Íslandi í síðasta leik fyrir mót.

Mikil eftirvænting ríkir fyrir leiki dagsins, þar sem skráð gestalið verða þó að teljast sigurstranglegri.

Leikir dagsins:
13:00 Pólland - Holland
16:00 Slóvenía - Danmörk
19:00 Serbía - England
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner