Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 16. september 2021 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorsteinn varar Andreu Rán við
Icelandair
Andrea Rán
Andrea Rán
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir er í íslenska landsliðshópnum sem kom saman í vikunni. Undirbúningur er í gangi fyrir leik gegn Hollandi í undankeppni HM, sá leikur fer fram á þriðjudag.

Andrea hefur lítið sem ekkert spilað með liði sínu, Houston Dash, en er þrátt fyrir það í hópnum.

Ein af þeim sem er ekki í hópnum, en var í hópnum í júníverkefninu, er Berglind Rós Ágústsdóttir sem er fastamaður í liði Örebro í Svíþjóð. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

Af hverju er Andrea Rán, sem er ekki að spila, valin fram yfir Berglindi Rós?

„Það er ókostur við það að Andrea Rán er ekki að spila hjá Houston, það er alveg klárt og eitthvað sem gengur ekki til langs tíma. En Andrea Rán er búin að standa sig gríðarlega vel með okkur í þessum síðustu tveimur gluggum og ég er mjög ánægður með hana. Hennar eiginleikar eru töluvert öðruvísi heldur en Berglindar," sagði Steini.

„Ég lít á það, í þessu verkefni allavega, að hennar eiginleikar eiga að geta hjálpað okkur. Sú staða, ef hún er ekkert að fara spila á næstunni, er ekki að hjálpa varðandi framhaldið. Ég held að maður geti sagt það umbúðalaust. Auðvitað þurfa leikmenn að spila fótbolta, það er ekki nóg bara að æfa," sagði Steini.
Athugasemdir
banner
banner
banner