Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 16. september 2021 15:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jákvætt að valið á landsliðinu sé gagnrýnt - Diljá staðið sig vel
Icelandair
Diljá og Hlín í leik með Val í fyrra.
Diljá og Hlín í leik með Val í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diljá Ýr Zomers var í dag kölluð inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Hollandi á þriðjudag. Diljá kemur inn fyrir Hlín Eiríksdóttur sem er meidd. Diljá hefur átt gott tímabil með sænsku meisturunum í Häcken og skorað mikið af mörkum.

Diljá var ekki kölluð inn í upprunalega landsliðshópinn og var það gagnrýnt. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hafði þetta að segja um Diljá á fréttamannafundi í síðustu viku.

„Diljá var inn í myndinni, alveg tvímælalaust. En ég taldi það ekki vera rétta tímapunktinn í dag. Ég er með ákveðna hluti í huga fyrir þennan leik og taldi að það væri ekki besti tímapunkturinn til að velja hana."

Þorsteinn var spurður út í valið á Diljá á fréttmannafundi í dag og spurður út í gagnrýnina á valið.

„Ég tel hana hafa staðið sig vel. Mér finnst áhugavert að skoða hana ennfrekar og sjá hvar hún er stödd. Hvort hún sé ekki bara á góðum stað og geti nýst okkur vel," sagði Steini í dag.

„Gagnrýnin fyrir valið... það er bara ykkar skoðun. Það er bara frábært að það sé hægt að gagnrýna val, fólk á að hafa skoðun á íslenska landsliðinu. Það er jákvætt að það er gagnrýnt valið á íslenska landsliðinu, það segir að við höfum úr leikmönnum að velja," sagði Steini um gagnrýnina.
Athugasemdir
banner
banner
banner