Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   lau 16. september 2023 08:40
Elvar Geir Magnússon
Spenna í fimm af sex leikjum lokaumferðar Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
watermark Nær ÍA að innsigla endurkomu í Bestu deildina?
Nær ÍA að innsigla endurkomu í Bestu deildina?
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
watermark Afturelding er á leið í úrslitakeppnina eins og staðan er.
Afturelding er á leið í úrslitakeppnina eins og staðan er.
Mynd: Raggi Óla
watermark Ian Jeffs og lærisveinar í Þrótti eru í fallhættu.
Ian Jeffs og lærisveinar í Þrótti eru í fallhættu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Njarðvíkingar eru í fallhættu.
Njarðvíkingar eru í fallhættu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Lokaumferð Lengjudeildarinnar verður spiluð í dag, laugardaginn 16. september, og þá ræðst hvort ÍA tryggir sér toppsætið og kemst þá beint upp í Bestu deildina. Afturelding er í öðru sætinu og er eins og staðan er á leið í úrslitakeppni um hitt sætið, ásamt Fjölni, Vestra og Leikni.

Þá er mikil spenna í fallbaráttunni. Hvaða lið fer niður með Ægi?

14:00 ÍA-Grótta (Norðurálsvöllurinn)
- Skagamenn á toppnum og innsigla það með stigi.

ÍA er með öll spil á hendi fyrir lokaumferðina og tryggir sér toppsætið með því að tapa ekki gegn Gróttu á heimavelli. ÍA endar á toppnum sama hvernig leikurinn fer ef Afturelding tekst ekki að vinna Þrótt.

Grótta er tölfræðilega ekki búin að bjarga sér frá falli en það er þó ekki raunhæft að liðið falli miðað við stöðuna.

14:00 Þróttur R.-Afturelding (AVIS völlurinn)
- Þróttur berst fyrir lífi sínu og Afturelding heldur í vonina um toppsætið.

Þróttur er í fallhættu, er eitt þriggja liða sem eru með 23 stig og liðið er markatölunni frá því að vera í fallsæti. Markatalan gæti ráðið úrslitum að lokum.

Afturelding hefur verið í toppsætinu stærstan hluta tímabilsins en þarf að vinna Þrótt og treysta á að Grótta vinni ÍA til að geta endað á toppnum. Flest bendir til þess að úrslitakeppnin verði niðurstaðan hjá Mosfellingum.

14:00 Selfoss-Vestri (JÁVERK-völlurinn)
- Selfoss er í fallsætinu fyrir lokaumferðina.

Selfyssingar sitja í fallsæti og er eitt fjögurra liða sem eru í alvöru fallhættu fyrir lokaumferðina. Líklegasta liðið til að fara niður fyrir lokaumferðina.

Vestramenn eru öruggir með sæti í úrslitakeppninni og munu þar mæta Fjölni í úrslitakeppninni. Fjórir leikmenn Vestra taka út bann á morgun og mæta því með nánast hreint borð í úrslitakeppnina.

14:00 Fjölnir-Njarðvík (Extra völlurinn)
- Njarðvík er í fallhættu fyrir lokaumferðina.

Fjölnismenn eru öruggir með sæti í úrslitakeppninni og munu þar mæta Vestra í úrslitakeppninni. Fjórir leikmenn Fjölnis taka út bann á morgun og mæta því með nánast hreint borð í úrslitakeppnina.

Njarðvík er í fallhættu, er eitt þriggja liða sem eru með 23 stig og liðið er markatölunni frá því að vera í fallsæti. Markatalan gæti ráðið úrslitum að lokum.

14:00 Þór-Grindavík (VÍS völlurinn)
- Þór er í fallhættu en margt þarf að gerast.

Þórsarar eru með stigi meira en þrjú lið sem koma þar á eftir. Það er enn hætta á að Þórsarar falli ef þeir vinna ekki Grindvíkinga. Þá þurfa liðin fyrir neðan öll að ná hagstæðum úrslitum.

Grindvíkingar eiga ekki möguleika á því að komast í úrslitakeppnina og spila upp á stoltið í lokaumferðinni.

12:00 Ægir-Leiknir R. (Þorlákshafnarvöllur)
- Leikurinn sem engu skiptir.

Ægismenn eru löngu fallir og Leiknismenn munu enda í fimmta sæti og mæta liðinu sem endar í öðru sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar, líklega Aftureldingu en mögulega ÍA.

50 milljóna króna leikurinn:
Leikið er eftir nýju fyrirkomulagi þar sem aðeins efsta lið deildarinnar fer beint upp í Bestu deilduna en liðin í sætum 2-5 fara í umspilskeppni um hitt lausa sætið.

Ljóst er hvaða lið fara í úrslitakeppnina, fyrir utan liðin sem berjast um toppsætið. Í undanúrslitum er leikið heima og að heiman og svo verður hreinn úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni sem spilaður verður á Laugardalsvelli. Sá leikur er kallaður '50 milljóna króna leikurinn'. Búið er að reikna út að sigurliðið muni fá 50 milljónir aukalega í tekjur með því að komast upp.

Afturelding eða ÍA mun mæta Leikni í undanúrslitum, Fjölnir mætir Vestra. Fyrri undanúrslitaleikirnir verða 22. septmber, næsta miðvikudag, og þeir seinni 26. september. Úrslitaleikurinn verður svo 30. september á Laugardalsvelli.
Innkastið - Mikið í húfi fyrir lokaumferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍA 22 15 4 3 54 - 31 +23 49
2.    Afturelding 22 13 4 5 60 - 33 +27 43
3.    Fjölnir 22 12 6 4 55 - 32 +23 42
4.    Vestri 22 11 6 5 37 - 26 +11 39
5.    Leiknir R. 22 11 2 9 47 - 37 +10 35
6.    Grindavík 22 8 4 10 27 - 38 -11 28
7.    Þór 22 8 3 11 27 - 39 -12 27
8.    Þróttur R. 22 7 5 10 45 - 46 -1 26
9.    Grótta 22 6 8 8 34 - 37 -3 26
10.    Njarðvík 22 6 5 11 36 - 47 -11 23
11.    Selfoss 22 7 2 13 37 - 49 -12 23
12.    Ægir 22 2 3 17 23 - 67 -44 9
Athugasemdir
banner
banner
banner